1. nóvember 2006

Félagsmiðstöðvadagurinn í Reykjavík

Félagsmiðstöðvar ÍTR verða opnar fyrir gesti og gangandi miðvikudaginn 1. nóvember frá kl. 17 til kl. 21.

Samkvæmt könnun sem unnin var fyrir ÍTR síðasta vor sækja um 40% unglinga að jafnaði starf félagsmiðstöðvanna í borginni.  Samvera með félögunum er mikilvægur þáttur í þroska unglings og liður í leit unglingsins að sjálfum sér.  Þáttaka í skipulögðu félagsstarfi dregur úr líkum á vímuefnaneyslu auk þess að vera góður tilrauna- og þjálfunarvettvangur í samskiptum.

Miðvikudaginn 1. nóvember gefst Reykvíkingum tækifæri á að heimsækja félagsmiðstöðvar ÍTR í Reykjavík og kynnast starfseminni sem fer fram þar og unglingunum sem þangað sækja.  Félagsmiðstöðvarnar verða opnar fyrir gesti og gangandi frá kl. 17 til kl. 21.

Nánari upplýsingar á www.itr.is.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica