19. október 2006

Ungt fólk og vinnuvernd - átak Vinnueftirlitsins

Í vikunni  23. - 27. október mun fræðslu- og upplýsingastarf í tengslum við vinnuverndarvikuna 2006 ná hámarki.

Árlega tekur Vinnueftirlitið þátt í samevrópsku átaksverkefni sem kallast Evrópska vinnuverndarvikan. Nú í ár er vinnuverndarvikan helguð ungu fólki og er yfirskrift hennar Örugg frá upphafi.

Í vikunni  23. - 27. október mun fræðslu- og upplýsingastarf í tengslum við vinnuverndarvikuna 2006 ná hámarki.  Þá munu eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins heimsækja vinnustaði víða um land og dreifa ýmsu fræðsluefni. 

Fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í vinnuvernd 
23. október kl. 12.20 - 13.20.
Háskóli Íslands, Lögberg, stofa 102
Fyrirlesari: Margrét Einarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði.  
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: Til hvers löggjöf um vinnu barna og unglinga?

Morgunverðarfundur
24. október frá kl. 8.30 – 10:00
Grand Hótel
Á fundinum verða erindi flutt um vinnuaðstæður ungs starfsfólks og veittar viðurkenningar, annars vegar til sigurvegara í myndbanda- og veggspjaldakeppni ungs fólks (að 20. ára aldri) og hins vegar til vinnustaða sem eru til fyrirmyndar í því að sinna vinnuvernd ungra starfsmanna sinna. Morgunverðarfundurinn er öllum opinn. 

Vinnueftirlitið hvetur fjölmiðla, skóla, vinnustaði, félagasamtök og stofnanir til að taka þátt í vinnuverndarvikunni 2006og stuðla að því að ungt fólk sé öruggt frá upphafi starfsævinnar. Slíkt er hægt að gera, til að mynda, með því að halda vinnuverndinni og málefnum ungra starfsmanna á lofti í vikunni 23. - 27. okt. nk. svo sem á heimasíðum, með fræðslu, skrifum og í þjóðfélagsumræðunni.

Embætti umboðsmanns barna leggur sitt af mörkum til þessa átaks, m.a. með þátttöku í fundum, greinaskrifum og setu í dómnefnd í myndbanda- og veggspjaldakeppni ungs fólks.  Í byrjun sumars skrifaði umboðsmaður bréf með Vinnueftirlitinu og Vinnumálastofnun til fyrirtækja sem hafa ungt fólk í vinnu þar sem þær reglur sem gilda um vinnu barna og unglinga eru kynntar.  Með bréfinu vildu stofnanirnar vekja athygli atvinnurekenda á þeim skyldum og ábyrgð sem þeir bera gagnvart börnum og unglingum sem þeir ráða í vinnu. Sjá bréfið.

Sjá nánar á vefsíðu Vinnueftirlitsins


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica