31. október 2006

Nýjar leiðir í markaðssetningu

Út er komin norræn skýrsla þar sem kortlagðar eru nýjar leiðir í markaðssetningu sem notaðar eru til að ná til barna og unglinga á Norðurlöndum. 

Börn og unglingar eru markaðshópur sem í síauknum mæli er reynt að höfða til.  Ástæðurnar eru m.a. áhrif þeirra á innkaup heimilanna, vaxandi fjárráð þeirra og aukin notkun þeirra á vörum ætluðum fullorðnum.  Markaðsþrýstingur á 12-16 ára börn er sífellt að aukast.

Út er komin skýrsla þar sem kortlagðar eru nýjar leiðir í markaðssetningu sem notaðar eru til að ná til barna og unglinga á Norðurlöndum.  Verkefnið er unnið að ósk norrænu ráðherranefndarinnar og tekur það til 12-16 ára barna. 

Hægt er að lesa skýrsluna hér á vef norrænu ráðherranefndarinnar.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica