15. nóvember 2006

Morgunmatur tengist einkunnum

Nemendur sem borða ekki morgunmat fá lélegri einkunnir og eiga frekar á hættu að upplifa sálræn vandamál en þeir sem borða morgunmat.  Þetta er niðurstaða rannsóknar sem greint er frá á Forskning.no.

Nemendur sem borða ekki morgunmat fá lélegri einkunnir og eiga frekar á hættu að upplifa sálræn vandamál en þeir sem borða morgunmat.  Þetta er niðurstaða rannsóknar sem 7.500 nemendur í tíunda bekk í Noregi tóku þátt í og greint er frá á Forskning.no.

Rannsakendur frá Oslóarháskóla beindu sjónum sínum að áhrifum morgunmatarvenja á árangur í skóla sem og andlega líðan, þ.e. kvíða og þunglyndis.  Samkvæmt rannsókninni borða aðeins 55% stkúlknanna og 66% drengjanna morgunmat daglega.  Meginniðurstaðan var að það eru sterk tengsl milli þess hversu oft nemenadinn borðar morgunmat og einkunnanna sem hann fær í 10. bekk.  Þeir nemendur sem sleppa morgunmat eiga tvöfalt frekar á hættu að fá lélega einkunnir en hinir.  Hvað andlega líðan varðar hefur það meiri áhrif á drengi að sleppa morgunmat en stúlkur.  Þeir reyndust vera í þrefalt meiri hættu á að upplifa kvíða eða þunglyndi en kynbræður þeirra sem borða morgunmat reglulega.

Sjá frétt á Forskning.no, dags. 13.11.06  

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica