Fréttir
Eldri fréttir: 2006 (Síða 4)
Fyrirsagnalisti
Embætti umboðsmanns barna í Noregi 25 ára
Í dag, 1. september, fagnar embætti umboðsmanns barna í Noregi 25 ára afmæli. Norðmenn voru fyrstir til að stofna sérsakt embætti umboðsmanns barna.
Nýr starfsmaður
Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir náms- og starfsráðgjafi hefur verið ráðin til embættis umboðsmanns barna til áramóta.
Hegðun - Erfðir og umhverfi; Vornámskeið Greiningarstöðvarinnar - Efni
Búið er að birta glærur frá XXI. vornámskeiði Greiningarstöðvarinnar, Hegðun - Erfðir og umhverfi, sem fór fram 11. og 12. maí 2006.
Sumarlokun
Skrifstofa umboðsmanns barna verður lokuð frá mánudeginum 31. júlí til og með föstudeginum 4. ágúst vegna sumarleyfa.
Mega börn gæta barna?
Umboðsmaður barna mælir með að foreldrar leyfi börnunum að njóta æskunnar - í öruggum höndum þeirra sem valda því að gæta þeirra.
Forvarnarhús opnað
Í dag, 23. júní, opnaði Sjóvá Forvarnarhúsið í Kringlunni 3. Markmið þess er að sinna forvörnum fyrir fjölskylduna allan sólarhringinn.
Reglur um vinnu ungmenna kynntar
Umboðsmaður barna, Vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun hafa sent stjórnendum fyrirtækja sem hafa ungt fólk í vinnu bréf þar sem kynntar eru þær reglur sem gilda um vinnu barna og unglinga.
Sameiginleg forsjá algengust við skilnað foreldra
Undanfarin fjögur ár hefur verið algengast að forsjá sé í höndum beggja foreldra og árið 2005 átti þetta við um 72,8% barna úr lögskilnuðum. Sameiginleg forsjá er einnig algengust eftir sambúðarslit.
Heilsa og lífskjör skólanema 2006
Gefin hefur verið út skýrsla um rannsókn á heilsu og lífskjörum skólanema á Íslandi. Viðfangsefni rannsóknarinnar eru víðtæk.
Síða 4 af 9