8. júní 2006

Heilsa og lífskjör skólanema 2006

Gefin hefur verið út skýrsla um rannsókn á heilsu og lífskjörum skólanema á Íslandi.  Viðfangsefni rannsóknarinnar eru víðtæk.

Gefin hefur verið út skýrsla um rannsókn á heilsu og lífskjörum skólanema á Íslandi.  Rannsóknin var unnin veturinn 2005-2006 og tók til nemenda í 6. 8. og 10. bekk grunnskóla.  Meginmarkmið rannsóknarinnar er að auka þekkingu og skilning á heilsu og lífskjörum ungs fólks.  Viðfangsefni rannsóknarinnar eru víðtæk en meðal annars er spurt um lífstíl, næringu, matmálstíma, hreyfingu, tómstundir, slys, tannhirðu, líðan, félagsleg tengsl og umhverfi nemenda auk þess sem spurt er um ýmsa áhættuhegðun.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica