Vinir og félagslíf : Á ég að segja frá afbroti vinkonu?

Vinkona mín og aðrir krakkar brutust inní nokkra skóla ... Á ég að kjafta frá eða á ég að vera besta vinkona og segja engum eins og hún bað mig um??

Vinir og félagslíf : Vinkonuvandamál

Ég á vinkonu sem á aðra vinkonu, eða í raun ekki vinkona heldur svona stelpa sem hangir utan í henni allan daginn, og ef ég ætla að reyna að tala við hana þá segir hún alltaf „komdu“ og dregur hana í burtu. Hvað á ég að gera? Þessi stelpa er einu ári eldri en ég.

Vinir og félagslíf : Vinkona mín baktalar mig

Mér finnst svolítið leiðinlegt að ein vinkona mín, eða eiginlega er allveg rosalega skemmtileg og góð við mig en um leið og ég er farin frá henni fer hún að baktala mig.

Og svo er hún búin að segja eitthvað rosalega ljótt og ég segi að ég muni aldrei aftur fyrirgefa henni en svo gerist það bara sjálfkrafa án þess að ég vilji það en hún er svo skemmtileg en hún segir líka svo ljóta hluti á msn og netinu geturu sagt mér hvað ég á að gera

Vinir og félagslíf : Varaskeifa

Það er alveg svakalega skrýtið, en mér finnst eins og vinir mínir noti mig sem auka hlið á öllu lífinu! Þeir eru með mér þegar að allir hinir eru í burtu! eru þeir alvölu vinir mínir eða gervi vinir?

Vinir og félagslíf : Ný stelpa í skólann

Hvað á maður að gera ef maður á bestu vinkonu en svo kemur ný stelpa í skólann og reynir að taka hana frá manni en samt erum við ennþá bestu vinkonur en hún er samt eldri en ég. Getur þú nokkuð hjálpað eða gefið mér ráð?

Vinir og félagslíf : Vinur minn lýgur

Ég á einn besta vin en hann leikur við alla en svo lýgur hann að mér og öllum hinum vinum hans. Á ég að segja öllum eða bara láta það vera????

Vinir og félagslíf : Vinskapur og vinsældir

Mér líður ekki svo vel í skólanum. Ég er ekki vinsæl og mér finnst eins og vinsælu krakkarnir fyrirlíti mig!  Vinsælu sem verða líka allt í einu rosalega góðir við mann eru ekkert sérlega góðir eftir allt saman. Hvað get ég gert ?

Vinir og félagslíf : Mér líður alveg hræðilega!

Mér líður alveg hræðilega!  Stundum langar mig bara til þess að drepast og koma aldrei aftur!  Mér líður t.d. ekki vel í skólanum, vinkonur mínar eru ekki alveg eins og ég vonaðist, ég er farin að forðast þær!  Og ef að ég fer t.d. í sumarbúðir dæma stelpurnar mig áður en að þær kynnast mér, og ég verð þá eiginlega ein heila viku !  Hvað á ég að gera ?

Vinir og félagslíf : Vinkona pirrandi - illt umtal á Netinu - líður illa

Mér líður ekkert sérlega vel !Það er út af mörgum hlutum t.d. eins og að ég er hætt að nenna að vera með bestu vinkonu minni, mér finnst hún orðin pirrandi, enda eru allir t.d. á msn að segja að hún sé ömurleg eða leiðinlegasta manneskja í heimi ! Og rétt áðan var ég að kíkja á blogg síðuna mína og það stóð eikkað svona líkt: "Flott síða NOT ömurleg síða ljóta feita gleraugnaglámurinn þinn reynir að vera eikkað cool! "  Hálfpartinn á þetta við mig!  Ég geng með gleraugu, ég er soldið þrekvaxin og ég er óánægð með útlit mitt, ég er heldur ekkert sérlega vinsæl. Ég bý með mömmu minni og við erum eiginlega bláfátækar !  Stundum langar mig bara til þess að deyja ! 

Vinir og félagslíf : Vinavandamál

Ég var að pæla...maður sér soldið mikið að svona vina vandamálum.  Getur maður kannski sótt um t.d. bara send þér (Umboðsmaður Barna) kannski tölvupóst og gefið upp kennitölu svo að engir perrar séu að ná í þetta og þú getur kannski fundið einhverja persónu sem vantar vin og tengd þá til dæmis :) ??  Endilega svara :D

Vinir og félagslíf : Einmanna í útlöndum

Hæ ég bý ekki á íslandi en er þó íslensk, ég er búin að vera hérna í í 4-5 mánuði og mér gengur ekki alltof vel í skóla þar sem engin talar við mig.  Ég er ekki lögð í einelti en það hunsa mig allir. Er það mér að kenna? Og hef ég réttindi til að fá að flytja til ættingja minna á íslandi ef ég eignast ekki vini?

Fjölskylda mín er svaka góð og við erum mörg hérna en samt er ég svakalega einmana og oft get ég ekki hamið mig og læt það bitna á mömmu mini hvað ég er bitur og einmana.  Mamma segir að allir hafi gefið upp samþykki sitt að flytja hingað en þá vissi ég ekki að það yrði svona. Ætti ég að gefa þessu tækifæri?  Ég bið um svar því ég er ráðvillt.  Takk

Vinir og félagslíf : Ráðgjöf vegna "vinavandamáls"

Heyrðu má maður hringja í 1717 ef maður er með vina vandamál sem er svolítið langt (of langt til að skrifa hér) og hvert get ég hringt og fengið svörin við þessu ef ég get ekki skrifað það hér.  Það þarf að vera 100% trúnaður og helst gjaldfrjáls sími. ps.  Er hægt að hringja í ykkur?

Vinir og félagslíf : Áhyggjur af vinkonu sem er með eldri strákum

Vinkona mín er byruð að sofa hjá miklu eldri strákum sem hún kynntist á netinu. Hún er bara 15 ára (strákarnir eru svona í kringum 20).  En hvað á ég að gera?  Ég hef áhyggjur að henni. Hún mætir bara 2 daga í skólann eða bara ekkert. Hvað á ég að gera?

Vinir og félagslíf : Ekkert sætir eru skotnir í mér

Hjálp! Bara strákar sem mér finnst ekkert sætir eru skotnir í mér og strákurinn sem ég er skotin í man einu sinni ekki nafnið mitt:S  Hvað á ég að gera:S

Vinir og félagslíf : Vinkona mín vill ekki sjá mig - líður illa

Hæj kæri umboðsmaður barna. Ég lenti í rifrildi við bestu vinkonu mína sem að er búið að standa í næstum heilt ár. Ég þori hreinlega ekki að fara´til hennar og biðja hana afsökunar það virkar ekki að senda henni sms né hringja. Ég vil svo mikið að hún verði vinkona mín aftur.

Hún og ég eigum svo mörg leyndarmál saman, hún er byrjuð að leika við vinsælu stelpurnar og allir strákarnir vilja bara leika við hana. allt í einu er hún orðin vinsæl. Um daginn hringdi ég í hana ég ætlaði að biðja hana um að vera vinkona mín aftur en hún svaraði og ég stamaði bara og skellti á svo talaði hún 5 skilaboð inná talhólfið og lét nýju vinkonur sínar tala inná líka, þær sögðu að ég væri ljót og leiðileg og að Hún vilji ekki sjá mig ég fékkk svo í magan af þessu að ég grét og grét í marga klukkutíma þangað til að ég gat ekki andað. Hún er svo vond við mig ég hef þekkt hana alla ævi og ég veit að hún hefur aldrei áður látið svona. Ég er grátandi núna í meðan ég er að skrifa. Hún er svo vond við mig. Hún er búin að segja öllum hverjum ég er skotin í. Ég er ekki búin að segja öllum hverjum hún er skotin í, vegna þess að ég þori því hreinlega ekki.

Í skólanum þegi ég allann daginn ég fer heim grét, fer í tölvuna og síðan kemur mamma mín heim. Ég hef grátið á hverjum einasta degi í 7 mánuði. Það sem hún er að gera mér er hræðilegt. Enginn skilur hvað ég er að ganga í gegnum. Ég hef einu sinni reynt að drepa mig það var fyrir 2 mánuðum ég fór ofan í ískalt bað og ég fór í kaf svo kom amma mín og ætlaði að fara bara í heimsókn en þá þóttist ég bara vera í baði. Ég vildi að ég gæti endurgoldið vinkonu mína aftur.

Vinir og félagslíf : Langar að eignast vini og verða vinsæl

ég er oftast ein alla daga og ég er svakalega einmana ég veit ekkert hvað ég á að gera. ég og vinkona mín vorum að rífast og núna er hún orðin vinsæl og er byrjuð að mála sig og alltaf þegar ég sé hana langar mig bara til þess að gera henni eitthvað illt, en svo ´næ ég mér niður og fer bara í burtu.

Ég hata vinsæla krakka akkuru er ég ekki vinsæl??? Hvað get ég gert til að verða vinsæl og eignast einhverja vini sem vera mér góðir og traustir. Allir seiga að ég sé ljót því ég er nebblega með unglingabólur og er frekar stór eftir aldri. mér líður illa í skólanum.  En hvað get ég gert til að eignast vini og verða vinsæl.

Síða 2 af 3

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica