Heilsa og líðan : Fjólublár litur á geirvörtum

hæhæ ég er 14 ára stelpa og ég er með eiginlega fjólubláar geirvörtur og ég veit ekki hvort þetta sé því ég er á kynþroska eða hvort þetta verði svona alla ævi. ég hef aldrei heyrt neinn tala um þetta.

Heilsa og líðan : Útbrot og kláði við rakstur

Ég var að raka mig í fyrsta skiptið undir höndunum og á kynfærum í gær. Þegar ég vaknaðí var ég komin með útbrot og klæjar mjög mikið. Hvað á ég að gera?

Heilsa og líðan : Bólur á baki og hnakka

Hæ, ég er 14 ára gömul og ég veit að á þessum aldri fáum við bólur og svona en ég er mjög dugleg að þrífa andlitið og er ekki með neinar bólur þar. En ég er með bólur á bakinu og hnakkanum!! Mér finnst það mjög ógeðslegt og vil helst losna við þær fyrir sumarið. Hvað ætti ég að gera ??

Heilsa og líðan : Er þyngdin mín í lagi?

Hæ ég er 14 ára, 1.63 cm á hæð og 47 kg. Allar vinkonur mínar eru bara á svipaðri hæð og ég en þær eru 55 til svona 65 kg ... er þyngdin mín í lagi??

Heilsa og líðan : Erfiðir foreldrar - þunglyndi

Er það í lagi að foreldri beiti manni ofbeldi og öskrar á mann stanslaust og einnig tekur af manni síman . Held líka að ég sé að verða þunglynd, ég hef margoft grátið mig til svefns. Þegar fólk sér mig þá ser það mig svo rosalega glaðlynda stelpu ég reyni lika alltaf að fela þunglyndi mína fyrir annað fólk. HJÁLP

Heilsa og líðan : Ekki komin með nein brjóst.

Hvernig veit maður að maður sé seinþroska. Ég er 13 ára og eg er ekki komin með brjóst né neitt.

Heilsa og líðan : Mamma segir að ég sé að verða of feit

Hæ hæ ég er 14 ára og er 162 og 65 kíló ég æfi dans 5 sinnum í viku og er hraust og góð í íþróttum ég fæ að heyra rosalega oft frá mömmu að ég sé að verða of feit og ég endi bara sem offitu sjúklingur og hún er alltaf að seigja mér að vigta mig og segir æjj komum vigtum þig ég sé á þér að þú ert að þyngjast ég hef alltaf verið frekar chubby barn og er bara þannig vaxin ég mundi samt ekki seigja að ég væri feit en þegar hún segir svona við mig lætur hún mig líða mjög illa hvað get ég gert til að grennast langar svo að geta lést um svona 10-15 kíló

Heilsa og líðan : Tilfinningaleysi

Þann 13. nóvember barst umboðsmanni barna erindi í gegnum barn.is. Erindið er frá 14 ára stelpu sem spyr út í tilfinningar og tilfinningaleysi, t.d. þegar hún fær góðar eða slæmar fréttir. Hún segist hlæja og gráta mjög sjaldan. Því miður voru engar upplýsingar um hvert hægt væri að senda svarið við erindinu og ekki gefið leyfi til að birta það hér á vefsíðu umboðsmanns barna. 

Hér er því erindinu svarað í stuttu máli.

Heilsa og líðan Kynlíf og sambönd : Pillan og sýklalyf

Hefur lyfið selexid áhrif á virkni pillunnar?

Heilsa og líðan : Ein í fóstureyðingu 15 ára?

Má stelpa sem er alveg að verða 15 ára fara í fóstureyðingu án þess að foreldrar viti af því?

Heilsa og líðan : Kláði

Ég er 16 ára strákur og mér klæjar hrikalega oft á pungnum en mest á kvöldin. Síðan sagði mamma að það væri örugglega sveppir á rökunni mínni sem ég raka af mér kynhárin. Ég hef aldrei stundað kynlíf eða neitt þannig. Þannig mér finnst þetta svoldið skrýtið en ég hef alveg stundað sjálfsfróun og svoleiðis. Hvað helduru að þetta sé?

Heilsa og líðan Vinir og félagslíf : Vinkonu líður mjög illa

Þetta erindi hefur verið stytt af umboðsmanni barna.

Það er þessi stelpa í skólanum mínum sem að ég hef alltaf þekkt sem skemmtilegu, hressu og glöðu stelpuna en nýlega hef ég verið að kynnast henni betur og betur. En eitt kvöldið þegar við vorum samferða heim úr félagsmiðstöðinni stoppuðum við fyrir utaf húsið hjá henni og fórum að tala saman og hún algjörlega brotnaði niður fór að gráta og fór að tala um að henni leið svo rosalega ílla alltaf og langaði ekki að lifa lengur.

Hún sagði: Þegar mamma greyndist með krabbamein varð ég mjög þunglynd og leið svakalega ílla alltaf en enginn tók eftir því vegna þess að það voru allir svo uppteknir af því hvað mamma var veik svo ég fékk litla sem enga athygli frá fjölskylldu minni. Mamma sigraðist á krabbameininu og varð heil heilsu en ég var ennþá þunglynd og var farin að skera mig mikið og reyna að fremja sjálfsmorð því mér leið svo ílla að ég sá enga leið út en mamma tók svo eftir því hvernig mér leið og var farin að sjá meiðslin sem ég hafði gert við sjálfan mig svo hún sendi mig til sálfræðings sem hjálpaði eiginlega ekkert og mér fannst eins og allri fjölskyldunni minni væri allveg sama um mig vegna þess að það voru alltaf allir að skamma mig og hvað sem ég reyndi var aldrei neitt nógu gott sem ég gerði. Líka fór ég að detta úr vinahópnum mínum og vinir mínir voru hættir að vera með mér og þá fór ég að vera mikið ein sem er ekki gott fyrir mig því þá er það eina sem ég hugsa um er hversu mikið mig langar að deyja. Ég þori ekki að segja neinum og hef aldrei gert það fyrr en núna. Þú ert sú fyrsta sem ég hef sagt frá hvernig mér líður í alvöru og mig vantar hjálp ég veit það en vill ekki segja mömmu og pabba og ég veit að ef ég segja einhverjum fullorðnum seigja þeir strax mömmu og pabba. Ég veit ekki hvað ég á að gera viltu hjálpa mér.

Ég hafði aldrei lent í neinu svona áður og vissi lítið hvað ég gat sagt við hana þar sem ég var farin svo mikið að gráta sjálf. Mín spurning til ykkar er hvað á ég að gera? Eru kennarar og skólasálfræðingar skildugir til þess að tilkynna allt svona til foreldra þó að barnið vilji það ekki? Geriði það hjálpið mér mig langar svo mikið að geta hjálpað þessari frábæru og yndislegu stelpu.

Heilsa og líðan : Af hverju mega krakkar ekki kaupa tóbak?

Af hverju mega ekki 15 ára krakkar kaupa tóbak í búðum? 

Heilsa og líðan : Mér líður eins og fitubollu

Er ekki ánægð með sjálfan mig!!!! Mér líður illa. Stelpurnar í bekknum mínum eru svo grannar að það er ekki eðlilegt. Ég er svoldið breið en ekki svo! Mér líður eins og fitubollu ! Af hverju getur mér ekki liðið eins og þær?

Heilsa og líðan : Er offita arfgeng?

Ég er að pæla getur maður erft offitu?? æjjh það er sko þannig að mama mín er alltof þung, pabbi minn líka, móðuramma mín var þannig, systur mömmu og systurdætur eru allar of þungar! :S  er að pæla hvort að þetta gæti verið svo í ættinni?? Ég er sko 14 ára e-ð í kringum 160 cm og er 65 kíló!!!! 

Heilsa og líðan : Er alltí lagi að vera byrjaður á blæðingum 11 ára?

Er alltí lagi að vera byrjaður á blæðingum 11 ára og má segja vinum?

Síða 3 af 5

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica