Fjölskylda : Hernig get ég flutt frá fjölskyldunni minni?

Hernig get ég flutt frá fjölskyldunni minni? Ég er 15 ára.

Fjölskylda : Mamma er ósanngjörn

Ég á heima hjá mömmu en mér finnst hún mjög óréttlát við mig :( ég vildi spurja hvort að pabbi geti ekki gefið mér leyfi fyrir gistingum eða þannig hlutum því mamma er ömurlega leiðinleg við mig og segir nei við öllu og ég meina öllu hún kallar mig leiðinlegum nöfnum og fleira svo getur pabbi ekki gefið mér leyfi fyrir gistingum eða bara fengið að flytja til hans.

Fjölskylda : Bannað að gista með kærasta

Halló Mega foreldrar mínir banna mér að gista með kærastanum mínum þegar ég er alveg að verða 17 ára. Þau btw leyfðu bróðir mínum að gista með kærustunni sinni þegar hann var jafn gamall og ég er núna. En af því að ég er hommi þá leyfa þau mér það ekki. Má það?!?

Fjölskylda : Heimilisstörf

Hvað þarf ég að sinna miklum heimilisverkum?

Fjölskylda : Get ég ákveðið að flytja til ömmu og afa?

Get ég ákveðið að flytja til ömmu og afa? Foreldrar mínir hafa verið skilin í 9 ár og ég alltaf verið hjá pabba, langað til mömmu og það var í vinnslu þar til nokkuð kom upp á. Nýlega hætti það en mamma býr ekki við nógu góður aðstæður til þess að fá mig til hennar. Gæti ég í staðinn fengið að flytja til ömmu og afa og ákveðið það alveg sjálf?

Fjölskylda : Má ég ráða hvort ég fer til pabba?

hef ég rétt á því að ráða hvort ég fer til pabba eða ekki? og eins bróðir minn sem er 13 ára

Fjölskylda : Skilin eftir heima

Núna standa málin þannig að mamma mín er á leiðinni erlendis í tvær vikur. Hún var nýlega í burtu í eina viku og var ég þá skilin ein eftir heima. Gekk mjög vel bara.
Eru lög gegn því að ég 17 ára, megi ekki vera skilin ein eftir heima?
Segjum að lögin mæla gegn því, er það samt ekki alveg eðlilegt?

Fjölskylda : Samskipti við mömmu og kærasta hennar erfið

Umboðsmanni barna barst erindi frá 12 ára stelpu um samskiptavanda við móður og kærasta hennar. Það vantaði netfang með fyrirspurninni og er því ekki hægt að senda svarið. Þar sem hún bað um að erindið yrði ekki birt á síðunni verður hér einungis birtur hluti úr svari umboðsmanns.

Sú sem sendi fyrirspurnina er beðin um senda okkur netfangið sitt svo við getum sent henni svarið í heild sinni, annaðhvort hér á síðunni eða með því að senda tölvupóst á ub@barn.is.

Fjölskylda : Hvenær má ég ráða hvar ég bý?

Hversu gömul þarf ég að vera til að ákveða sjálf hvar ég bý ef foreldrar eru ósammála?

Fjölskylda : Ung mamma í fjárhagsvanda

Hæhæ, ég er 17 ára mamma.

Málið er allavega að amma mín er með forræðið en ég bý hjá hinni ömmu minni og afa. Hún fær þannig barnabæturnar sem eiga fara í mig og meðlagið.

En ég á ekki nóg pening til þess að halda mér og barninu mínu uppi, þannig ég var að spá hvort ég ætti ekki rétt á að fá þennan pening sjálf? Þar sem ekkert af honum fer í mig..

Ég veit ekki hvað ég á að gera eða hvert ég á að snúa mér því hún vil ekki láta mig fá þennan pening sjálf.

Fjölskylda : Geta foreldrar bannað mér að eiga kærasta?

Ég er 16 ára stelpa og er að hitta strák, en foreldrar mínir banna mér að eiga kærasta. Geta þau gert það ?

Fjölskylda : Andlegt ofbeldi og forsjá

Foreldrar mínir eru hætt saman og búin að vera það í langan tíma. Ég hef alltaf átt heima hjá pabba en farið til mömmu um helgar og svona.

En það var atvik sem gerðist í miðjum janúar '13. Það var þannig í raun að móðir mín beitti mig andlegu ofbeldi í miklu magni, öskrandi til mín í líklegast svona klukkutíma, einn og hálfan og ég endaði á því að hlaupa grátandi út. Ég hitti hana svo viku seinna í afmæli ömmu minnar en ég flúði það að vera nálægt henni allan tímann.

Nú þegar það eru að skjótast upp hugmyndir í kollinn minn er ég hrædd um að hún geti krafist eitthvers, sem gæti verið bundið því að hún hefur ennþá forræði yfir mér. Er möguleiki á því að ég geti óskað eftir því að hún verði svipt forræðinu?

Fjölskylda : Má ég ráða hvort ég flyt til útlanda til pabba míns?

Það er svoleiðis að faðir minn hefur búið erlendis í næstum 7  ár og ég bý á Íslandi hjá móður minni og systur... ég hef mikið verið að hugsa um það hvort að ég geti ráðið einhverju um það hvort að ég bý hér eða hjá pabba?

Fjölskylda : Forsjá og trúfrelsi

Hefur foreldri rétt á því að henda barni sínu út vegna þess að það neitar að trúa því sama og fjölskyldan, eða s.s. að vera kristinn, kaþólskur, eða eitthvað svoleiðis ..?

Fjölskylda : Mega foreldrar skoða sms í síma barns síns án leyfis?

Mega foreldrar skoða sms í síma barns síns án leyfis?

Fjölskylda : Pabbi minn hélt fram hjá mömmu minni

Sko ég veit að pabbi minn hélt fram hjá mömmu minni en hún veit ekki af því.. hvað á ég að gera???!

Síða 5 af 9

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica