Fjölskylda : Meðlag - erfiðar aðstæður heima

Hæ! Mamma mín og pabbi skildu fyrir nokkrum árum síðan. Ég var að velta fyrir mér réttindum mínum varðandi meðlagið. Mamma hefur alltaf tekið það og ég hef aldrei séð krónu af þessu meðlagi. Ég þarf að vinna mikið með skóla til þess að geta keypt það sem ég þarf, fatnað, skólabækur og gjöld og jafnvel matinn minn sjálf, lyf o.fl. Þetta bitnar náttúrulega á tímanum sem ég mundi annars nota til að sinna náminu. Einkunnirnar mínar hafa stór lækkað út af þessu á síðustu árum, og ég sé ekki fram á að komast í það sem mig langar í í háskólanum. Þegar ég spyr hana afhverju ég fæ ekki meðlagið til mín eins og önnur vinkona mín og segi henni að peningurinn sé ætlaður mér, þá segir hún að hún noti hann í að borga af húsinu okkar, þannig að óbeint noti hún hann í mig. Mér finnst það bara ekki réttlátt og hefði haldið að það væri framfærsluskylda á mér þangað til ég verð 18 þannig að hún ætti hvort sem er að sjá mér fyrir húsnæði þar sem hún er forráðamaður minn? Og mig langar líka að vita um rétt minn til meðlags eftir 18 þar sem ég er í námi, ég hef heyrt að ef maður er að vinna með skóla þá fái maður þau ekki? Og ef ég flyt út skiptist þá meðlagið á milli mömmu og pabba? Ég hef nefnilega verið að hugsa um það, þar sem það er allt í rugli heima, mamma mín hefur óbeit á mér og þar sem ég er með ofnæmi fyrir köttum þá elskar hún þá og er með 6 ketti á heimilinu og ég get einfaldlega ekki andað með nefinu útaf því og hún neitar að láta kettina fara... Ef þú gætir hjálpað mér að fá réttindi mín á hreint varðandi allt þetta þá væri það æðislegt og mundi hjálpa mér ótrúlega mikið, því ástandið er þannig heima að mér líður bara illa þarna, allt í drasli náttúrulega útaf þessum köttum og ég þoli ekki drasl, mamma mín kemur alltaf illa fram við mig og ég bara verð að losna undan þessu. Það er 1 og hálfur mánuður í að ég verð 18.

Fjölskylda : Mega foreldrar leita í herbergjum barna sinna?

Mamma var að gramsa í herberginu mínu þegar ég kom heim í gær. Mega foreldrar leita í herbergjum barna sinna? Án þess að barnið viti af því?

Fjölskylda : Ef mamma manns og pabbi myndu deyja, myndir þú þá sjá um börnin og finna heimili handa þeim?

Ef mamma manns og pabbi myndu deyja, myndir þú þá sjá um börnin og finna heimili handa þeim?

Fjölskylda : Um dvalarstað barna

Hæ, ég vil vita hvort börn eigi ekki rétt á því að vera á þeim stað sem þeim líður best.

Fjölskylda : Er allt í lagi að eiga fleiri hunda en börn?

Er allt í lagi að eiga fleiri hunda en börn????  EIN Í VANDA!!!!!!!!

Fjölskylda : Faðir minn misnotar mig kynferðislega

Faðir minn misnotar mig kynferðislega og drekkur mikið, hvað get ég gert??

Fjölskylda : Foreldrar sem öskra á börnin sín

Er leyfilegt að foreldrar öskri á börnin sín eða sýni mjög mikla óþolinmæði og pirring??

Fjölskylda : Ég held að pabbi minn sé klámsjúkur.

Ég held að pabbi minn sé klámsjúkur.  Hann hangir á netinu að skoða berar stelpur og fer í einhverja dodo leiki... Og ég held meiri segja að hann haldi fram hjá mömmu minni!:):(:)  

Fjölskylda : Hvað má og hvað má ekki gera við börn?

Hæ. Ég var að velta fyrir mér hvort þú gætir birt grein eða dálk þar sem stendur nákvæmlega hvað má og má ekki gera við börn.. hvernig er brotið á reglum okkar.

Foreldrar mínir lemja mig og mér hefur verið nauðgað og allt er í hassi... en ég vil að það sé gert eitthvað í því... þannig að vinsamlegast... ef það er leyft með lögum að beita börnin sín ofbeldi og öllum er virkilega sama þá vil ég vita það.. svo ég sé nú ekki að kvarta að óþörfu!!!! meðal annars... afsakið orðbragðið.. ég er bara að verða búin að fá nóg. 

Síða 9 af 9

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica