Má ég hugsa um mín eigin lyf?
Strákur
16
hvenar má ég hugsa um mín eiginn lyf og hvort ég vill taka þau
Takk fyrir að leita til umboðsmanns barna. Við 16 ára aldur verða unglingar sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins en um það er fjallað í lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997. Unglingur sem er orðinn 16 ára getur því leitað til heilbrigðisstarfsfólks án samþykkis eða vitundar foreldra, á sjálfstæðan rétt á upplýsingum um eigið heilsufar og getur sjálfur tekið ákvörðun um að taka lyf eða ekki samkvæmt ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólks.
Við mælum hins vegar með að þú ræðir fyrst við lækni eða annað heilbrigðisstarfsfólk og foreldra þína um að þú viljir sjálfur hugsa um þína lyfjagjöf.
Þá bendum einnig á tilmæli sem landlæknir hefur gefið út sem varðar lyfjagjafir í grunnskólum og gott er að hafa í huga.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna