Fréttir (Síða 31)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

17. janúar 2020 : Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn

Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.

6. janúar 2020 : Umboðsmaður barna í aldarfjórðung

Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.

Síða 31 af 31

Eldri fréttir (Síða 89)

Fyrirsagnalisti

17. janúar 2011 : Styrkur til barnamenningarstarfs

Umboðsmaður barna vekur athygli á styrk Norræna menningarsjóðsins og eru eyrnamerktur barnamenningu 2013-2014.

12. janúar 2011 : Málstofa um barnavernd 31. janúar

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 31. janúar kl. 12:15- 13:15. Yfirskriftin er Framkvæmd vistunar barna utan heimilis á árunum 1992-2010 - málsmeðferðarreglur.

10. janúar 2011 : Annáll RBF 2010

Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands hefur gefið út yfirlit yfir starfsemi RBF síðastliðið ár. Í annálnum er sagt frá útgefnu efni, rannsóknum í vinnslu, málþingum, málstofum, alþjóðasamskiptum, þátttöku í nefndum og ráðum og breytingum á starfsfólki og stjórn.

31. desember 2010 : Réttindi nemenda í framhaldsskóla - Bréf til menntamálaráðuneytisins

Umboðsmaður barna sendi í haust bréf til menntamálaráðuneytisins til að spyrja hvernig ráðuneytið hyggist tryggja framhaldsskólanemendum sama eða betri rétt til aðstoðar umsjónarkennara, sálfræðinga og félagsráðunauts og reglugerð nr. 105/1990 tryggir en hana stendur til að fella á brott. Í lok árs 2010 hafa ekki borist svör við bréfinu.

30. desember 2010 : Athugasemdir vegna sjónvarpsefnis

Í kjölfar ábendinga sem borist hafa embættinu vegna þátta Sveppa og Audda á Stöð 2 sendi umboðsmaður barna dagskrárstjóra Stöðvar 2 bréf þar sem umboðsmaður bendir á ábyrgð og skyldur þeirra sem sýna sjónvarpsefni sem ætlað er börnum og unglingum. Í bréfinu eru Sveppi og Auddi boðnir á fund til að ræða málin en í lok árs höfðu engin viðbrögð borist við bréfinu, sem er dags. 18. nóvember 2010.

21. desember 2010 : Vinnusmiðja á Úlfljótsvatni

Dagana 16. og 17. desember 2010 hélt umboðsmaður barna vinnusmiðju fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára á Úlfljótsvatni. Þema vinnusmiðjunnar var vinátta, vinaleysi og samkennd.

21. desember 2010 : Fjölskyldan saman um hátíðirnar

Nú þegar líða fer að jólum og áramótum vill umboðsmaður barna leggja áherslu á mikilvægi samverustunda fjölskyldna yfir hátíðarnar. Sú hátíð sem nálgast er fjölskylduhátíð og hvetur umboðsmaður því fjölskyldur til að njóta þess að vera saman.

20. desember 2010 : Opið hús á morgun þriðjudaginn 21. desember

Á morgun, þriðjudaginn 21. september, verður opið hús á skrifstofu umboðsmanns barna milli klukkan 10:30 og 12. Skrifstofan er á Laugavegi 13, 2. hæð en gengið er inn í húsið frá Smiðjustíg. Allir eru velkomnir.

20. desember 2010 : Jöfnunarstyrkur - Bréf til menntamálaráðherra

Umboðsmaður barna sendi hinn 8. desember bréf til menntamálaráherra til að benda á mismunun á grundvelli ríkisfangs við úthlutun jöfnunarstyrks.
Síða 89 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica