Fréttir: apríl 2022

Fyrirsagnalisti

29. apríl 2022 : Netið, samfélagsmiðlar og börn

Nýjar leiðbeiningar til foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn. 

28. apríl 2022 : Systurstofnanir í Belgíu heimsóttar

Umboðsmaður barna heimsótti embætti umboðsmanna barna í Belgíu í síðustu viku til að kynna sér starfsemi embættana og réttindagæslu fyrir börn.

27. apríl 2022 : Réttindi barna í stafrænu umhverfi

Nýjar leiðbeiningar fyrir foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn verða kynntar á málþinginu Réttindi barna í stafrænu umhverfi á Grand hótel föstudaginn 29. apríl milli kl. 08:30 og 10:15. Leiðbeiningarnar eru samstarfsverkefni umboðsmanns barna, Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar.

25. apríl 2022 : Afskipti lögreglu af barni

Embættið hefur sent bréf til ríkislögreglustjóra vegna afskipta lögreglu af barni og óskar eftir fundi. 

22. apríl 2022 : Réttindi barna í stafrænu umhverfi

Málþingið "Réttindi barna í stafrænu umhverfi" verður haldið á Grand hótel föstudaginn 29. apríl klukkan 8:30. 

19. apríl 2022 : Vernd barna gegn ofbeldi

Embættið hefur sent bréf til dómsmálaráðherra og dómstólasýslunnar þar sem bent er á nýlegan dóm héraðsdóms og rétt barna til verndar gegn ofbeldi. 

19. apríl 2022 : Framkvæmd skólastarfs í grunnskólum

Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá mennta- og barnamálaráðuneytinu um það hvenær ráðuneytið hyggst leggja fram skýrslu til Alþingis um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins. 

13. apríl 2022 : Stefna Evrópuráðsins kynnt í Róm

Ný stefna Evrópuráðsins um réttindi barnsins var kynnt á ráðstefnu í Róm dagana 7. - 8. apríl sl. Stefnan er til fimm ára eða frá 2022 til 2027. 

7. apríl 2022 : Heimsókn frá Litháen

Embættið fékk góða heimsókn frá umboðsmanni barna í Litháen sem er hér á landi til að kynna sér ýmsa starfsemi sem fram fer í þágu barna á Íslandi. 

Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica