13. apríl 2022

Stefna Evrópuráðsins kynnt í Róm

Ný stefna Evrópuráðsins um réttindi barnsins var kynnt á ráðstefnu í Róm dagana 7. - 8. apríl sl. Stefnan er til fimm ára eða frá 2022 til 2027. 

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, sótti ráðstefnuna Beyond the horizon: a new era for the rights of the child í Róm þar sem ný stefna Evrópuráðsins um réttindi barnsins var hleypt af stokkunum. 

Stefnan er hluti af verkefninu Building Europe for and with children sem hefur verið við lýði síðan árið 2006 og er hún sú fjórða í röðinni. Í nýju stefnunni eru sex forgangsþættir kynntir sem eru: 

  1. Frelsi barna frá öllu ofbeldi
  2. Jöfn tækifæri og félagsleg aðlögum fyrir öll börn
  3. Gott aðgengi að tækni og örugg notkun fyrir börn
  4. Barnvænt réttarkerfi
  5. Öll börn fái sína rödd
  6. Réttindi barna í átökum og neyð

Ráðstefnan var skipulögð af Evrópuráðinu og í tengslum við formennsku Ítalíu í ráðherranefnd Evrópuráðsins. 

Ítarefni: 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica