Fréttir: 2015 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

14. október 2015 : Fundur með Útlendingastofnun

Að mati umboðsmanns hefur íslenska ríkið ekki staðið sig nægilega vel í því að tryggja rétttindi þessara barna. Óviðunandi er að börn þurfi að bíða í margar vikur eða mánuði eftir skólavist.

7. október 2015 : Skólaráð og þátttaka nemenda í grunnskólum

Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf til allra grunnskóla landsins um skólaráð og lýðræðislega þátttöku nemenda í skólum. Þar benti hann meðal annars á einblöðung sem embættið hefur gefið út um skólaráð.

5. október 2015 : Drög að fjölskyldustefnu til ársins 2020

Í frétt á vef velferðarráðuneytisins, dags. 17. september 2015, voru drög að þingsályktunartillögu um fjölskyldustefnu til ársins 2020 kynnt. Umboðsmaður barna sendi umsögn sína til ráðuneytisins 2. október.

2. október 2015 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof (andvanafæðing).

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (andvandafæðing), 25. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 2. október 2015.

30. september 2015 : Skólaganga barna hælisleitenda

Umboðsmaður barna hefur sent Útlendingastofnun bréf vegna ábendingar um að meðal hælisleitenda hér á landi séu börn á grunnskólaaldri sem hafa ekki enn fengið að ganga í skóla eða fengið viðeigandi menntun að öðru leyti.

23. september 2015 : Ester: Ný nálgun í forvarnastarfi

Á morgunverðarfundi Náum áttum á miðvikudaginn nk. verður fjallað um nýja nálgun í forvarnastarfi.

23. september 2015 : Barnakot á Litla-Hrauni

Umboðsmaður barna hefur sent Fangelsismálastofnun bréf þar sem spurst er fyrir um lokun Barnakots um helgar.

9. september 2015 : Skráning í Mentor

Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf á alla grunnskóla landsins vegna skráningar, varðveislu og aðgangs að upplýsingum um nemendur í Mentor.

7. september 2015 : Frumvarp til nýrra laga um útlendinga

Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins, dags. 24. ágúst 2015, voru drög að frumvarpi til útlendingalaga kynnt. Umboðsmaður barna sendi umsögn sína til ráðuneytisins 7. september.
Síða 3 af 7

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica