7. september 2015

Frumvarp til nýrra laga um útlendinga

Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins, dags. 24. ágúst 2015, voru drög að frumvarpi til útlendingalaga kynnt. Umboðsmaður barna sendi umsögn sína til ráðuneytisins 7. september.

Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins, dags. 24. ágúst 2015, voru drög að frumvarpi til útlendingalaga kynnt. Umboðsmaður barna sendi umsögn sína til ráðuneytisins 7. september. 

 

Umsögn umboðsmanns barna

Innanríkisráðuneytið

Reykjavík, 7. september 2015

Efni: Athugasemdir – frumvarp til nýrra laga um útlendinga

Vísað er í frétt á vef ráðuneytisins, dags. 24. ágúst 2015, þar sem birt eru drög að frumvarpi til útlendingalaga. Umboðsmaður barna fagnar þeirri miklu vinnu sem hefur verið lögð í að endurskoða lög um útlendinga og telur fyrirliggjandi drög fela í sér margar jákvæðar breytingar.

Umboðsmaður barna fagnar sérstaklega ákvæðum um hagsmunagæslumann barna. Mun þessi möguleiki fela í sér mikilvæga réttarbót fyrir þau börn sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Eins og gert er ráð fyrir í 30. gr. getur í ákveðnum tilvikum verið full ástæða að skipa barni hagsmunagæslumann, þó það sé hér á landi í fylgd foreldra sinna. Má því velta fyrir sér hvort ekki væri réttara að skilgreina hugtakið „hagsmunagæslumaður“ en ekki „hagsmunagæslumaður fylgdarlauss barns“ í 13. tölul. 3. gr.

Að öðru leyti vísar umboðsmaður barna í umsögn sína við frumvarp til laga um útlendinga sem lagt var fram á Alþingi árið 2013, en hlaut ekki afgreiðslu þingsins. Umsögnina má nálgast í heild sinni hér á vef embættisins.

 

Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðardóttir, 
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica