Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Viðbrögð við afbrotum barna

Umboðsmaður barna sendi Ólöfu Nordal innanríkisráðherra nýlega bréf um viðbrögð við afbrotum barna. Í bréfinu er fjallað um úrræði fyrir börn sem svipta þarf frelsi sínu og mikilvægi sáttamiðlunar.

Sjá nánar

Úrræði fyrir unga fanga

Umboðsmaður barna hefur sent Eygló Harðardóttur, félagsmálaráðherra, bréf þar sem m.a. er spurt hvaða vinna sé hafin við að móta framtíðarlausn fyrir börn sem eru úrskurðuð í gæsluvarðhald eða dæmd í óskilorðsbundið fangelsi.

Sjá nánar

Eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum

Nú eru bráðum 9 ár síðan að lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum nr. 62/2006 tóku gildi og ennþá er ekki búið að tryggja eftirlitið. Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðherra upplýsi umboðsmann um það hvernig ráðuneytið hyggst beita sér fyrir því að markmiðum laganna verði náð.

Sjá nánar

Skortur á úrræðum fyrir börn með tví- eða fjölþættan vanda

Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir svörum um það hvernig ráðuneytið hyggst bregðast við því úrræðaleysi sem ríkir hér á landi fyrir börn sem tví- eða fjölþættan vanda sem þurfa þjónustu frá bæði barnaverndarkerfinu og heilbrigðiskerfinu.

Sjá nánar