Fréttir


Eldri fréttir: október 2014

Fyrirsagnalisti

29. október 2014 : Sjálfstæð kæruheimild fyrir börn

Í gær, 28. október, skrifuðu umboðsmenn barna á Norðurlöndum undir sameiginlega yfirlýsingu um mikilvægi þess að Norðurlöndin fullgildi þriðju valfrjálsu bókunina við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem veitir börnum og fulltrúum þeirra sjálfstæðan kærurétt til Barnaréttarnefndarinnar.

27. október 2014 : Opinber umfjöllun um börn - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á morgunverðarfundi Náum áttum miðvikudaginn 29. október nk. á Grand hótel. Umræðuefnið er ábyrgð fjölmiðla og foreldra þegar kemur að opinberri umfjöllun um börn.

27. október 2014 : Aðbúnaður barna á unglingadeildinni á Vogi

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum sendi Rótin - félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda umboðsmanni barna erindi þar sem fram kemur að félagið hafi áhyggjur af því að börn séu send til meðferðar á Vogi þar sem samgangur er við fullorðna. Umboðsmaður barna hefur svarað erindi Rótarinnar.

17. október 2014 : Breyting á ákvæði um frístundaheimili í samráðsferli

Vakin er athygli á að mennta - og menningarmálaráðuneyti hefur sett í opið samráðsferli breytingar á grunnskólum er varða frístundaheimili.

10. október 2014 : Drög að reglugerð um afplánun ungra fanga á aldrinum 15-18 ára

Innanríkisráðuneytið óskaði eftir umsögnum um drög að reglugerð um afplánun ungra fanga á aldrinum 15-18 ára í frétt á vef ráðuneytisins dags. 29. september 2014. Umboðsmaður barna sendi ráðuneytinu umsögn með tölvupósti dags. 10 október 2014.

9. október 2014 : Stattu með þér frumsýnd

Stuttmyndin Stattu með þér var frumsýnd í grunnskólum landsins í dag, 9. október 2014. Myndin fjallar um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk og er unnin á vegum samstarfsverkefnisins Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum.

6. október 2014 : Tillaga til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu, 14. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu, 14. mál. Umboðsmaður barna sendi nefndasviði umsögn sína í tölvupósti dags. 6. október 20014.

1. október 2014 : Forvarnardagurinn


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica