9. október 2014

Stattu með þér frumsýnd

Stuttmyndin Stattu með þér var frumsýnd í grunnskólum landsins í dag, 9. október 2014. Myndin fjallar um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk og er unnin á vegum samstarfsverkefnisins Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum.

Stattu Með Þér - StillaStuttmyndin Stattu með þér var frumsýnd í grunnskólum landsins í dag, 9. október 2014. 

Myndin fjallar um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk og er unnin á vegum samstarfsverkefnisins Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum.

Stattu með þér er ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla og gerð í framhaldi af Fáðu já sem framleidd var fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum. Myndirnar eiga það sameiginlegt að vera ætlað að vinna gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfsvirðingu og jákvæðni að leiðarljósi. Stattu með þér er fyrsta fræðsluefni sinnar tegundar fyrir þennan aldurshóp og standa vonir til að kennarar og foreldrar nýti það til að efla 10–12 ára börn í að standa með sér gegn staðalímyndum og útlitsdýrkun og rækta sjálfsvirðingu í mannlegum samskiptum.

Myndin hefur verið gerð aðgengileg öllum á vefnum. Nánar hér á vef velferðarráðuneytisins

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica