6. október 2014

Tillaga til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu, 14. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu, 14. mál. Umboðsmaður barna sendi nefndasviði umsögn sína í tölvupósti dags. 6. október 20014.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu, 14. mál. Umboðsmaður barna sendi nefndasviði umsögn sína í tölvupósti dags. 6. október 20014.

Skoða tillögu til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu, 14. mál.  
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Reykjavík, 6. október 2014
UB: 1409/4.1.1

 

Efni: Tillaga til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu, 14. mál

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 24. september sl., þar sem óskað er eftir umsögnum við ofangreinda tillögu.

Umboðsmaður barna telur mikilvægt að efla heilbrigðisþjónustu, menntakerfið og velferðarþjónustu og fagnar því ofangreindri tillögu. Hann tekur undir þau sjónarmið sem birtast í greinargerðinni með tillögunni um að það þurfi að greina hvernig best er að forgangsráða fjármunum á næstu árum. Við þá vinnu þarf að huga sérstaklega að réttindum og hagsmunum barna. Má í því sambandi minna á að samkvæmt 3. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013, eiga hagsmunir barna ávallt að hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn með einum eða öðrum hætti.

Virðingarfyllst, 

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica