17. október 2014

Breyting á ákvæði um frístundaheimili í samráðsferli

Vakin er athygli á að mennta - og menningarmálaráðuneyti hefur sett í opið samráðsferli breytingar á grunnskólum er varða frístundaheimili.

Vakin er athygli á að mennta - og menningarmálaráðuneyti hefur sett í opið samráðsferli breytingar á grunnskólum er varða frístundaheimili.

Starfshópur um málefni frístundaheimila fyrir nemendur á grunnskólastigi hefur afhent mennta- og menningarmálaráðherra greinargerð ásamt tillögu að breytingu á 33. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008. Einnig fylgdi skýrsla með niðurstöðum könnunar um starfsemi frístundaheimila sem unnin var sl. vetur á vegum starfshópsins á frístundaheimilum og er aðgengileg á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Tillagan fer nú í opið samráðsferli með birtingu á vef ráðuneytisins þar sem öllum gefst kostur að kynna sér efni hennar og skila inn athugasemdum og ábendingum til ráðuneytisins eigi síðar en 7. nóvember nk. á netfangið erla.osk.gudjonsdottir@mrn.is

Þetta segir í frétt á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 17. október 2014. 

Umboðsmaður barna sendi menntamálaráðuneytinu athugasemdir sínar á fyrri stigum málsins, sjá hér undir liðnum Umsagnir.  Ánægjulegt er að sjá að tekið hefur verið tillit til athugasemda umboðsmanns barna að nokkru leyti þó að umboðsmaður hefði gjarnan viljað sjá ráðuneytið ganga lengra.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica