Fréttir


Eldri fréttir: 2013 (Síða 9)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2013 : Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014, 458. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014, 458. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 11. febrúar 20113.

11. febrúar 2013 : Tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020, 470. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftitr umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020, 470. mál.
Umsögn sína veitt umboðsmaður með tölvupósti dags. 11. febrúar 2012.

7. febrúar 2013 : Frumvarp til laga um landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén

Umboðsmanni barna bárust ábendingar um að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis væri með frumvarp til laga um landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén til umfjöllunar. Umboðsmaður ákvað að senda nefndinni umsögn varðandi eitt ákvæði frumvarpsins og gerði hann það með tölvupósti dags. 7. febrúar 2013.

7. febrúar 2013 : Frumvarp til laga um breyt. á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot gegn börnum innan fjölskyldu), 478. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breyt. á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot gegn börnum innan fjölskyldu), 478. mál. Umsögn sína sendi umboðsmaður með tölvupósti dags. 7. febrúar 2013.

7. febrúar 2013 : Friðhelgi einkalífs barna og vímuefnaleit. Hvar liggja mörkin?

Fyrsti Náum áttum fundur ársins varhaldinn á Grand Hóteli í gær, 6. febrúar. Hægt að skoða glærur Margrétar Maríu af fundinum.

1. febrúar 2013 : Grunnskólanemar að störfum

Dagana 29. - 30. janúar fjölgaði starfsmönnum umboðsmanns barna um tvo en þá daga voru grunnskólanemarnir Snorri og Davíð í starfsnámi á skrifstofunni.

31. janúar 2013 : Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann 5. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu ” og munu yfir 70 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag.

31. janúar 2013 : Hundur eða blaðra? Vímuefnaleit í framhaldsskólum og skólaskemmtunum - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vekur athygli á morgunverðarfundi samstarfshópsins ,,Náum áttum" sem haldin verður á Grand Hótel, miðvikudaginn 6. febrúar nk. frá kl 8:15 - 10:00 undir yfirskriftinni - Hundur eða blaðra? Vímuefnaleit í framhaldsskólum og skólaskemmtunum.

30. janúar 2013 : Fáðu já! frumsýnd í dag

Fáðu já! er 20 mínútna löng stuttmynd sem ætlar sér að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.
Síða 9 af 11

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica