Fréttir


Eldri fréttir: 2013 (Síða 8)

Fyrirsagnalisti

1. mars 2013 : Erlendir gestir á fundi ráðgjafarhópsins

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna, sem samanstendur af ungmennum á aldrinum 13 - 18 ára, fundaði á skrifstofu embættisins í þessari viku. Á fundinum voru tvö ungmenni frá Ohio í Bandaríkjunum.

1. mars 2013 : Málþing um þjónustu- og meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni með verulegan hegðunar- og/eða tilfinningavanda

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi Sjónarhóls sem haldið verður 21. mars 2013 kl.12:30-16:30. Málþingið er ætlað aðstandendum barna með sérþarfir og öllum þeim sem láta sig velferð þeirra varða. Yfirskriftin er Hvað höfum við lært? Hvert stefnum við?

28. febrúar 2013 : Frumvarp til laga um útlendinga (heildarlög, EES-reglur), 541. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um útlendinga (heildarlög, EES-reglur), 541. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 28. janúar 2013.

22. febrúar 2013 : Lokum kl. 14 í dag

Vegna heimsóknar starfsfólks umboðsmanns barna á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans mun skrifstofan loka kl. 14 í dag. Símsvari tekur við skilaboðum.

21. febrúar 2013 : Umboðsmaður barna fagnar lögfestingu Barnasáttmálans

iSamningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast kallaður var lögfestur á Alþingi í gær, 20. febrúar 2013. Umboðsmaður barna fagnar þessum gleðitíðindindum enda hefur lögfesting Barnasáttmálans verið mikið baráttumál embættisins á undanförnum árum

15. febrúar 2013 : Frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 með síðari breytingum (öryggisráðstafanir o.fl.) 420. mál.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 með síðari breytingum (öryggisráðstafanir o.fl.) 420. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með tölvupósti dags. 15. febrúar 2013.

14. febrúar 2013 : Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (stefnandi barnsfaðernismáls), 323. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um barnalög (stefnandi barnsfaðernismáls), 323. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 14. febrúar 2013.

13. febrúar 2013 : Krakkar velkomnir í dag, öskudag

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans bjóða alla krakka velkomna á skrifstofu umboðsmanns barna í Kringlunni 1, 5. hæð, frá kl. 9 til 16. Þeir sem syngja eða skemmta starfsfólki á annan hátt fá eitthvað gott að launum.

12. febrúar 2013 : Ábendingar ráðgjafarhóps um menntamál - Bréf til ráðherra

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna boðaði mennta- og menningarmálaráðherra á sinn fund í byrjun árs til að ræða málefni grunn- og framhaldsskóla. Í lok janúar ritaði ráðgjafarhópurinn svo bréf til ráðherra með samantekt af helstu atriðum sem rædd voru á fundinum.
Síða 8 af 11

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica