15. febrúar 2013

Frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 með síðari breytingum (öryggisráðstafanir o.fl.) 420. mál.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 með síðari breytingum (öryggisráðstafanir o.fl.) 420. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með tölvupósti dags. 15. febrúar 2013.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 með síðari breytingum (öryggisráðstafanir o.fl.) 420. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með tölvupósti dags. 15. febrúar 2013.

Skoða frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 með síðari breytingum (öryggisráðstafanir o.fl.) 420. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Allsherjarnefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 15. febrúar 2013
UB: 1302/4.1.1

Efni: Frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 með síðari breytingum (öryggisráðstafanir o.fl.) 420. mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 28. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á 16. gr. almennrar hegningalaga nr. 19/1940 svo og umtalverðar breytingar við VII. kafla sömu laga. 

Umboðsmaður barna þakkar fyrir að fá tækifæri til að gefa umsögn um frumvarpið og fagnar því að verið sé að koma á fót öryggisráðstöfunum sem ættu að vera til þess fallnar að vernda börn enn frekar og þá ekki síst að vernda börn gegn einstaklingum sem líklegt er talið að muni brjóta kynferðislega gegn börnum. Kom umboðsmaður m.a. þessu á framfæri í umsögn sinni um frumvarp til breytingar á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, með síðari breytingum dagsett þann 31. maí 2010.

Umboðsmaður barna vill vísa í það sem kemur fram í umsögn Barnaverndarstofu um þörfina á því að einstaklingar sem brjóti kynferðislega gegn barni verði látnir sæta áhættumati en það er talið áreiðanlegasta tækið til að meta hvort einstaklingur sé líklegur til að brjóta aftur gegn barni eða ekki. Síðan yrði fylgst sérstaklega með þeim einstaklingum sem líklegir eru taldir til að brjóta af sér aftur. Í lögum verður því að vera skýr heimild að halda skrá yfir þá einstaklinga en einnig þarf að sjá til þess að þeir fái stuðning. Sérstaklega er brýnt að halda vel utan um sakhæf börn og ungmenni sem brjóta kynferðislega gegn öðrum börnum. Þau þurfa að fá viðeigandi þjónustu til að stuðla að því að þau brjóti ekki af sér aftur. Umboðsmaður tekur einnig undir tillögur Barnaverndarstofu að breytingum á 36. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Virðingarfyllst,
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica