Fréttir
Eldri fréttir: 2013 (Síða 10)
Fyrirsagnalisti
Opið hús hjá umboðsmanni barna í dag
Í ársbyrjun átti embætti umboðsmanns barna 18 ára afmæli. Í tilefni þess ætlum við að halda opið hús í nýju húsnæði okkar; Kringlunni 1, 5. hæð. Allir eru hjartanlega velkomnir að skoða nýja skrifstofuna á morgun, þriðjudaginn 29. janúar milli kl. 9:00 og 11:00.
Barnalögin - Breytingar til batnaðar? - Málþing
Menningarmálanefnd Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 23.janúar, klukkan 12:30 í sal 101 í Lögbergi.Málþingið ber yfirskriftina „Barnalögin - Breytingar til batnaðar? Áhrif nýsamþykktra breytinga á barnalögum“
Breytingar á barnalögum nr. 76/2003
Nú um áramótin tóku gildi lög nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum sem samþykkt voru hinn 12. júní 2012. Verður nú farið yfir helstu atriðin að mati umboðsmanns barna en telur hann að margar jákvæðar breytingar sé að finna í nýjum lögum.
Þörf á löggjöf um frístundaheimili í skoðun
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hyggst stofna starfshóp til að fjalla um þörf á sérstakri löggjöf um frístundaheimili.
Leiðir til að minnka ofbeldi gegn börnum - tillögur UNICEF á Íslandi
UNICEF á Íslandi hefur birt 15 tillögur um bættar forvarnir gegn ofbeldi á börnum auk þess sem settar eru fram sex tillögur frá sérfræðihópi barna.
Mat á forvarnarverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum
Á morgun, fimmtudaginn 17. janúar 2013, mun Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, MA-nemi í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á forvarnarverkefninu Verndarar barna sem hún vann í samstarfi við Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við HÍ og Blátt áfram.
Styrkur íþrótta - Hádegisfundur
Fimmtudaginn 17. janúar munu ÍSÍ og UMFÍ standa í sameiningu fyrir hádegisfundi í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli og hefst hann kl.12:10.
Frumvarp til laga um tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak (bann við sölu skrotóbaks), 499. mál.
Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak (bann við sölu skrotóbaks), 499. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með tölvupósti dags. 14. janúar 2013.
Breytingar á lögum um fæðingar og foreldraorlof
Um áramótin tóku gildi lög um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (hækkun greiðslna og lenging) sem samþykkt voru 22. desember 2012. Með þessum breytingum er að nokkru bætt fyrir þær skerðingar sem gerðar hafa verið á síðustu árum, auk þess sem fæðingarorlofið verður lengt í áföngum á næstu árum og verður það 12 mánuðir vegna barna sem fæðast (eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur) 1. janúar 2016 og síðar.
Síða 10 af 11