Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Orð og efndir - Grein

Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af þeirri óvissu og óstöðugleika sem ríkt hefur um þjónustu og úrræði fyrir börn að undanförnu. Umboðsmaður hefur ítrekað fagnað ákvörðunum um bætta þjónustu við börn sem hefur svo aldrei komið til framkvæmda eða aðeins að takmörkuðu leyti.

Sjá nánar

Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óskar öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.

Sjá nánar

Foreldradagur Heimilis og skóla

Heimili og skóli – landssamtök foreldra munu þann 22. nóvember nk. standa fyrir Foreldradeginum í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Yfirskriftin er "Hvernig geta foreldrar unnið að forvörnum og stuðlað að velferð barna?"

Sjá nánar

Afmælisdagur Barnasáttmálans

Í dag eru 24 ár liðin frá því að allsherjarnefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti Samninginn um réttindi barnsins eða Barnasáttmálann. Til að fagna deginum og vekja athygli á réttindum barna var haldinn morgunverðarfundur í dag undir yfirskriftinni „Öll börn eru mikilvæg. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi“. Nú standa íslensk stjórnvöld frammi fyrir mikilvægri áskorun um innleiðingu Barnasáttmálans.

Sjá nánar

Er baráttan töpuð? Er hægt að vernda börn gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og tölvuleikjum?

Fjölmiðlanefnd, SAFT og Heimili og skóli standa fyrir málþingi undir yfirskriftinni "Er baráttan töpuð? Er hægt að vernda börn gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og tölvuleikjum?". Tilefni málþingsins er að tæknibreytingar og breytt fjölmiðlanotkun barna og unglinga kallar á breyttar aðferðir til að vernda börn gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum, á internetinu og í tölvuleikjum.

Sjá nánar

Meirihluti barna og unglinga skoðar samskiptasíður daglega

SAFTstóð nýverið fyrir könnun á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um notkun barna og unglinga á netinu og nýta í kjölfarið þær upplýsingar til vitundarvakningar um möguleika netsins og örugga netnotkun barna og unglinga.

Sjá nánar

Börn á faraldsfæti í Evrópu - Heimildamynd og yfirlýsing

Dagana 24. – 27. september sl. stóð ENOC, sem er tengslanet umboðsmanna barna í Evrópu, fyrir ráðstefnu um börn á faraldsfæti (children on the move). Á ráðstefnunni var kynnt ný mynd um börn á faraldsfæti í Evrópu. Myndin heitir Children on the move: Children first og er um 50 mínútur að lengd. Sjá hér 10 mínútna kynningu á myndinni.

Sjá nánar

Umskurður brýtur gegn réttindum ungra drengja

Umskurður á ungum drengjum felur í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin nauðsynlegt af heilsufarslegum ástæðum. Umskurður felur í sér óafturkræft inngrip í líkama barns og samræmist illa 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um rétt barna til þess að hafa áhrif á eigið líf.

Sjá nánar

Jákvæð þróun vímuefnaneyslu unglinga

Nýverið birti Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík tvær skýrslur um stöðu og þróun vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi. Í stuttu máli er þróun vímuefnaneyslu meðal ungmenna á Íslandi afar jákvæð og sýna báða skýrslurnar þróun undanfarinna 13 – 15 ára.

Sjá nánar

Haustdagskrá RannUng

Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) hefur gefið út haustdagskrá 2013. Markmið RannUng er að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna.

Sjá nánar

„Ekki mögulegt“ að koma á fót úrræði fyrir börn með alvarlegan vímuefna- og afbrotavanda

Í svarbréfi velferðarráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns barna segir að með hliðsjón af aðstæðum í ríkisfjármálum er ekki mögulegt að koma á fót stofnun sem sameini bráðavistun og meðferð vegna alvarlegrar vímefnaneyslu og afbrotahegðunar. Umboðsmaður telur því íslenska ríkið brjóta skyldur sínar samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að þessu leyti.

Sjá nánar

Fyrirlestrar.is - Nýr vefur

Í dag var opnaður vefurinn fyrirlestrar. Markmið hans er að auka víðsýni, draga úr fordómum og veita ókeypis fræðslu um samfélagsmál með forvarnir að leiðarljósi. Á vefnum er hægt að horfa á fjölmörg myndbönd um málefni sem tengjast börnum, uppeldi og mannlífinu almennt.

Sjá nánar

Snemmtæk íhlutun - Námstefna

Hinn 8. október n.k. klukkan 9 - 16 verður haldin námsstefna um snemmtæka íhlutun fyrir fjölskyldur í Norræna húsinu. Efnið á erindi við fagfólk á vettvangi, rannsakendur, stjórnendur og stefnumótandi aðila innan velferðarþjónustunnar á sviði barna og fjölskyldumála.

Sjá nánar

Nauðung gagnvart börnum í sérúrræðum

Á vormánuðum 2013 var unnin rannsókn í samstarfi við umboðsmann barna á nauðung gagnvart börnum í sérúrræðum á Íslandi. Ljóst er að nauðung í vinnu með börnum í sérúrræðum er ekki aðeins beitt í einstaka neyðartilfellum.

Sjá nánar

Busavígslur

Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að gæta að réttindum og hagsmunum barna og vekja athygli á þeim. Umboðsmaður barna hefur því gagnrýnt busavígslur sem ganga út á það að gera lítið úr nemendum eða beita þá andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi.

Sjá nánar

Foreldrum ber að leggja út fyrir skólabókum

Foreldrum ber að framfæra börn sín til 18 ára aldurs. Í því felst að foreldrum ber að sjá þeim fyrir því sem þau þurfa til að lifa, þroskast og njóta réttinda sinna, þ.á.m. réttinn til menntunar. Það er því skylda foreldra að leggja út fyrir innkaupum á ritföngum og skólabókum barna sinna.

Sjá nánar

Málþing um námsmat

Mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands stendur fyrir málþingi þann 30. ágúst nk. um námsmat samkvæmt nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Sjá nánar

Ársskýrsla fyrir árið 2012 er komin út.

Starfsárið 2012 var virkilega viðburðarríkt hjá umboðsmanni barna og starfsfólki hans. Fyrir utan hefðbundin verkefni embættisins og ýmis önnur dagleg verkefni lagði umboðsmaður áherslu á að kynna sér og fræða aðra um innleiðingu Barnasáttmálans.

Sjá nánar

Barnakvikmyndahátíð

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer gríðarlega vel af stað en tæplega 3000 börn voru skráð á frísýningar fyrir öll skólastig sem haldnar eru alla virka daga á meðan hátíðinni stendur

Sjá nánar

Dagur barnsins er á sunnudaginn

Umboðsmaður barna vekur athygli á að síðasti sunnudagurinn í maí er helgaður börnum á Íslandi. Á þessum „degi barnsins" er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum.

Sjá nánar

Þingmenn í heimsókn

Í dag, 16. maí, bauð umboðsmaður barna nýkjörnum þingmönnum á kynningarfund á skrifstofu embættisins að Kringlunni 1. arkmiðið með boðinu var að kynna embættið og þau málefni sem helst brenna á því.

Sjá nánar

Barnahátíð í Reykjanesbæ um helgina

Barnahátíð verður haldin í áttunda sinn í Reykjanesbæ 11. – 12. maí. Margir koma að undirbúningi hátíðarinnar og boðið verður upp á margs konar viðburði fyrir börn og foreldra.

Sjá nánar

Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vekur athygli á morgunverðarfundi Náum áttum miðvikudaginn 15. maí nk. kl. 8:15-10.00 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins er „Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna". Fjallað verður um ábyrgð fjölmiðla og foreldra auk úrræða

Sjá nánar

Tillögur um með hvaða hætti skuli staðið að samskiptum skóla og trúfélaga á öllum skólastigum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði hinn 4. október 2012 starfshóp til þess að leggja fram tillögur um með hvaða hætti skuli staðið að samskiptum skóla og trúfélaga á öllum skólastigum. Nú hefur hópurinn skilað tillögum um samskipti skóla og trúfélaga á öllum skólastigum og á grunni þeirra hefur ráðherra gefið út meginviðmið um efnið.

Sjá nánar

Námsferð til Írlands og N-Írlands

Dagana 14. – 19. apríl fór starfsfólk umboðsmanns barna í námsferð til systurembætta sinna á Írlandi og Norður Írlandi til að kynna sér starf þeirra með þátttöku barna í samfélaginu.

Sjá nánar

Morgunverðarfundir um menntun innflytjenda

Morgunverðarfundur verður haldinn föstudaginn 3. maí kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík.Yfirskriftin er "Virkt tvítyngi - íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál og móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna."

Sjá nánar

Barnamenningarhátíð í Reykjavík

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 23.-28. apríl 2013. Þar verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu út um alla borg!

Sjá nánar

Breytingar á þjónustu í þessari viku

Í þessari viku mun starfsfólk embættis umboðsmanns barna vera fjarverandi vegna endurmenntunar. Þess vegna verður þjónusta skrifstofunnar í lágmarki. Talhólf verður sett upp og starfsfólk mun athuga það a.m.k. tvisvar á dag.

Sjá nánar

Málstofa um sáttamiðlun

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd og Félagsráðgjafardeild HÍ standa fyrir málstofu mánudaginn 15. apríl kl. 12:10-13:00 á Háskólatorg, stofu 101. Í fyrirlestri  sínum “Styles of Conflict Resolution” mun Caroline Schacht kynna fimm grunnaðferðir við lausn á ágreiningi og útskýra af hverju málamiðlun er ekki allaf besta lausnin til að leysa úr ágreiningi.

Sjá nánar

Ráðstefna um forvarnir gegn kynferðisofbeldi

Samtökin Blátt áfram og Rannsóknastofnun í barna- fjölskylduvernd (RBF) í samstarfi við Jafnréttisstofu standa fyrir ráðstefnu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi dagana 23. og 24. apríl 2013 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.

Sjá nánar

Samningur um tannlæknaþjónustu við börn

Í gær, 11. apríl 2013, var undirritaður samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára. Umboðsmaður fagnar því að loksins sé biðinni eftir samningi lokið þó að hann hefði kosið að gengið hefði verið enn lengra með því að láta samninginn taka gildi strax fyrir alla aldurshópa.

Sjá nánar

Ályktun ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Egilsstöðum 20. - 22. mars 2013, skorar á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þau sem varða ungmennin sjálf. Bestu málsvarar ungmenna eru ungmennin sjálf.

Sjá nánar

Lokum kl. 14 í dag

Vegna heimsóknar starfsfólks umboðsmanns barna á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans mun skrifstofan loka kl. 14 í dag. Símsvari tekur við skilaboðum.

Sjá nánar

Umboðsmaður barna fagnar lögfestingu Barnasáttmálans

iSamningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast kallaður var lögfestur á Alþingi í gær, 20. febrúar 2013. Umboðsmaður barna fagnar þessum gleðitíðindindum enda hefur lögfesting Barnasáttmálans verið mikið baráttumál embættisins á undanförnum árum

Sjá nánar

Krakkar velkomnir í dag, öskudag

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans bjóða alla krakka velkomna á skrifstofu umboðsmanns barna í Kringlunni 1, 5. hæð, frá kl. 9 til 16. Þeir sem syngja eða skemmta starfsfólki á annan hátt fá eitthvað gott að launum.

Sjá nánar

Grunnskólanemar að störfum

Dagana 29. - 30. janúar fjölgaði starfsmönnum umboðsmanns barna um tvo en þá daga voru grunnskólanemarnir Snorri og Davíð í starfsnámi á skrifstofunni.

Sjá nánar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann 5. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu ” og munu yfir 70 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag.

Sjá nánar

Fáðu já! frumsýnd í dag

Fáðu já! er 20 mínútna löng stuttmynd sem ætlar sér að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.

Sjá nánar

Opið hús hjá umboðsmanni barna í dag

Í ársbyrjun átti embætti umboðsmanns barna 18 ára afmæli. Í tilefni þess ætlum við að halda opið hús í nýju húsnæði okkar; Kringlunni 1, 5. hæð. Allir eru hjartanlega velkomnir að skoða nýja skrifstofuna á morgun, þriðjudaginn 29. janúar milli kl. 9:00 og 11:00.

Sjá nánar

Breytingar á barnalögum nr. 76/2003

Nú um áramótin tóku gildi lög nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum sem samþykkt voru hinn 12. júní 2012. Verður nú farið yfir helstu atriðin að mati umboðsmanns barna en telur hann að margar jákvæðar breytingar sé að finna í nýjum lögum.

Sjá nánar

Barnalögin - Breytingar til batnaðar? - Málþing

Menningarmálanefnd Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 23.janúar, klukkan 12:30 í sal 101 í Lögbergi.Málþingið ber yfirskriftina „Barnalögin - Breytingar til batnaðar? Áhrif nýsamþykktra breytinga á barnalögum“

Sjá nánar

Mat á forvarnarverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum

Á morgun, fimmtudaginn 17. janúar 2013, mun Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, MA-nemi í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á forvarnarverkefninu Verndarar barna sem hún vann í samstarfi við Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við HÍ og Blátt áfram.

Sjá nánar

Breytingar á lögum um fæðingar og foreldraorlof

Um áramótin tóku gildi lög um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (hækkun greiðslna og lenging) sem samþykkt voru 22. desember 2012. Með þessum breytingum er að nokkru bætt fyrir þær skerðingar sem gerðar hafa verið á síðustu árum, auk þess sem fæðingarorlofið verður lengt í áföngum á næstu árum og verður það 12 mánuðir vegna barna sem fæðast (eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur) 1. janúar 2016 og síðar.

Sjá nánar