29. nóvember 2013

Frumvarp um breytingu á lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak, með síðari breytingum (heimildir ÁTVR til að hafna áfengi), 156. mál.

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskaði eftir umbösn umbosmanns barna um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak (heimildir ÁTVR til að hafna áfengi), 156. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 29. nóvember 2013.

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskaði eftir umbösn umbosmanns barna um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak (heimildir ÁTVR til að hafna áfengi), 156. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 29. nóvember 2013.

Skoða frumvarp um breytingu á lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak, með síðari breytingum (heimildir ÁTVR til að hafna áfengi), 156. mál. 
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Efnahags- og viðskiptanefnd

Reykjavík, 29. nóvember 2013

Efni: Frumvarp um breytingu á lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak, með síðari breytingum (heimildir ÁTVR til að hafna áfengi), 156. mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 19. nóvember sl.,  þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Áfengi hefur skaðleg áhrif á líkamlegan og andlegan þroska barna og er því mikilvægt að vinna að forvörnum og reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir áfengisneyslu barna og ungmenna. Umboðsmaður barna fagnar því a- og b-lið 1. mgr. 1. gr. frumvarpsins um að ÁTVR sé heimilt að hafna áfengri vöru ef hún höfðar sérstaklega til barna eða ungmenna eða sýnir börn eða ungmenni undir 20 ára aldri. Umboðsmaður hefði þó jafnvel viljað ganga enn lengra og kveða á um að ÁTVR sé skylt að hafna slíkum vörum.

Í athugasemdum með ofangreindu ákvæði eru nefnd dæmi um vörur sem teljast sérstaklega höfða til barna. Þar kemur meðal annars fram að slíkt eigi við um vörur sem hafa sama útlit eða lögun og óáfengar vörur sem almennt eru markaðssettar fyrst og fremst með börn og ungmenni í huga. Umboðsmaður barna telur ástæðu til að árétta í greinargerð að áfengar vörur sem hafa sama útlit og sælgæti falli þarna undir, enda má ætla að þær höfði sérstaklega til barna.


Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica