25. nóvember 2013

Byrgjum brunninn - uppeldi sem forvörn - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vekur athygli á fræðslufundi Náum áttum miðvikudaginn 27. nóvember kl. 8:15 til 10:00 á Grand hótel Reykjavík. Umfjöllunerefni fundarins er „Byrgjum brunninn - uppeldi sem forvörn."

Umboðsmaður barna vekur athygli á fræðslufundi Náum áttum miðvikudaginn 27. nóvember kl. 8:15 til 10:00 á Grand hótel Reykjavík. Umfjöllunerefni fundarins er „Byrgjum brunninn - uppeldi sem forvörn."

Fyrirlesarar eru Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor á Menntavísindasviði HÍ, sem fjallar um uppeldisaðferðir foreldra, Margrét Sigmarsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri PMTO á Íslandi sem fjallar um PMT-Oregon aðferðina við að styrkja foreldrafærni og Lone Jensen, þroskaþjálfi hjá Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar sem fjallar um námskeiðið; uppeldi sem virkar, færni til framtíðar.

Fundarstjóri verður Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu og mun hún stjórna umræðum eftir að erindi hafa verið flutt.  Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að fólk skrái þátttöku sína á heimasíðunni www.naumattum.is..


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica