Fréttir


Eldri fréttir: 2009 (Síða 13)

Fyrirsagnalisti

13. febrúar 2009 : Innritun nemenda í framhaldsskóla - ný reglugerð

Menntamálaráðherra hefur sett reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla nr. 1150/2008. Reglugerðin tekur til innritunar í framhaldsskóla, fyrirkomulag hennar og málsmeðferð.

13. febrúar 2009 : Velferð barna ábyrgð og hlutverk ríkisins

Miðvikudaginn 18. febrúar nk. verður haldinn morgunverðarfundur á Grand hótel kl. 8.15 - 10.00. Fundurinn ber yfirskriftina Velferð barna ábyrgð ríkisins.

12. febrúar 2009 : Sjónarmið barna og lýðræði í leikskólastarfi

RannUng og Háskólaútgáfan hafa gefið út bókina Sjónarmið barna og lýðræði í leikskólastarfi. Ritstjórar eru Jóhanna Einarsdóttir prófessor og Bryndís Garðarsdóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

12. febrúar 2009 : Reglugerð um skólaráð við grunnskóla

Menntamálaráðherra hefur nýlega gefið út nýja reglugerð um skólaráð við grunnskóla, nr. 1157/2008. Reglugerðin er sett á grundvelli 3. mgr. 8. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 og er fjallað meðal annars um hlutverk og skipan skólaráðs sem og verkefni ráðsins.

11. febrúar 2009 : 112 dagurinn - öryggi barna og ungmenna

Dagur neyðarnúmersins, 112-dagurinn, er haldinn um allt land í dag. Dagurinn er að þessu sinni tileinkaður börnum og ungmennum og verður lögð áhersla á að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið ef eitthvað bjátar á.

9. febrúar 2009 : Heimsókn nema í félagsráðgjöf

Síðastliðinn föstudag heimsóttu um 40 nemar í félagsráðgjöf embætti umboðsmanns barna. Nemarnir eru á öðru og þriðja ári í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og var þessi heimsókn einn liður í námi þeirra en nemarnir kynna sér m.a. stofnanir og embætti á vegum hins opinbera. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, tók á móti nemunum og kynnti embættið og helstu verkefni þess.

5. febrúar 2009 : Dagur leikskólans 6. febrúar 2009

Dagur leikskólans – 6. febrúar er nú haldinn í annað sinn. Dagurinn er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmiðið með verkefninu er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla og mikilvæga starfi sem þar fer fram, hvetja til aukinnar umræðu um leikskólastarf og gera það sýnilegra.

4. febrúar 2009 : Málþing um rafrænt einelti - 10. febrúar

Í tilefni að alþjóðlega netöryggisdeginum 10. febrúar stendur SAFT fyrir málþingi um rafrænt einelti í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð, kl. 14.30 – 16.15. Á málþinginu, sem heilbrigðisráðherra setur, verður m.a. fjallað um tegundir og birtingarform rafræns eineltis, nýja rannsókn á rafrænu einelti, tæknilegt umhverfi rafræns eineltis og eftirlit foreldra, afskipti og meðferð lögreglunnar á rafrænu einelti og sál- og félagsfræðilegar hliðar eineltis.

29. janúar 2009 : Leiðbeiningar um aukna neytendavernd barna gefin út

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa  gefið út ítarlegar leiðbeiningarreglur um aukna neytendavernd barna þar sem leitast er við að finna gott jafnvægi varðandi mörk við markaðssókn fyrirtækja gagnvart börnum og unglingum.

Síða 13 af 14

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica