12. febrúar 2009

Reglugerð um skólaráð við grunnskóla

Menntamálaráðherra hefur nýlega gefið út nýja reglugerð um skólaráð við grunnskóla, nr. 1157/2008. Reglugerðin er sett á grundvelli 3. mgr. 8. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 og er fjallað meðal annars um hlutverk og skipan skólaráðs sem og verkefni ráðsins.

Menntamálaráðherra hefur nýlega gefið út nýja reglugerð um skólaráð við grunnskóla, nr. 1157/2008. Reglugerðin er sett á grundvelli 3. mgr. 8. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 og er fjallað meðal annars um hlutverk og skipan skólaráðs sem og verkefni ráðsins. Skólaráð skal skipað 9 einstaklingum til tveggja ára í senn og skal skipað m.a. tveimur fulltrúum nemenda skólans.

Samkvæmt 5. gr. reglugerðarinnar skulu nemendur ávallt eiga þess kost að taka þátt í starfi skólaráðs þegar fjallað er um velferðar- og hagsmunamál nemenda, árlega starfsáætlun skóla, aðrar áætlanir er varða skólahaldið og um meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 er lögð áhersla á velferð barna sem grundvallaratriði í starfi grunnskóla og  réttindi nemenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun og fyrirkomulag skólastarfs. Nemendur hafa jafnframt skyldur  til að hlíta reglum, fara að fyrirmælum og sýna ábyrgð í eigin námi. Skólaráð við grunnskóla er meðal annars sá vettvangur þar sem nemendur geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica