13. febrúar 2009

Innritun nemenda í framhaldsskóla - ný reglugerð

Menntamálaráðherra hefur sett reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla nr. 1150/2008. Reglugerðin tekur til innritunar í framhaldsskóla, fyrirkomulag hennar og málsmeðferð.

Menntamálaráðherra hefur sett reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla nr. 1150/2008. Reglugerðin sem byggir á lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla tekur til innritunar í framhaldsskóla, fyrirkomulag hennar og málsmeðferð.

Samkvæmt reglugerðinni eiga allir sem lokið hafa grunnskólanámi, hafa hlotið jafngilda undirstöðumenntun eða hafa náð 16 ára aldri, rétt á að hefja nám í framhaldsskóla og stunda nám í framhaldsskóla til 18 ára aldurs, enda haldi þeir almennar skólareglur skv. lögum um framhaldsskóla. Framhaldsskólum er heimilt að gera sérstakar kröfur um undirbúning og námsárangur vegna innritunar á einstakar námsbrautir framhaldsskóla enda miði þær að því að bjóða nemendum upp á nám sem hæfir undirbúningi þeirra, sbr. 2. gr. laga um framhaldsskóla.

Innritun nemenda er á ábyrgð skólameistara. Skal skólameistari tilkynna umsækjendum um afgeiðslu umsókna þeirra og þeir nemendur sem fengið hafa skólavist skulu staðfesta hana með greiðslu innritunargjalds. Synji skólameistari umsókn á umsækjandi rétt á rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun, sbr. 7. gr.

Í reglugerðinni er jafnframt fjallað um kröfur um undirbúning og önnur skilyrði innritunar sem og fyrirkomulag á innritun. Reglugerðina er hægt að nálgast í heild sinni hér.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica