Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Forvarnardagurinn er á morgun

Forvarnardagur 2009 verður haldinn í öllum grunnskólum landsins á morgun, miðvikudaginn 30. september. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Sjá nánar

Hlutverk umsjónarkennara í grunnskólum

Hver nemandi skal hafa umsjónarkennara. Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila.

Sjá nánar

Vilt þú vera með í ráðgjafarhópi umboðsmanns barna?

Umboðsmaður barna óskar eftir umsóknum frá börnum 13 – 17 ára til að starfa í ráðgjafarhópi sínum.  Hlutverk ráðgjafarhóps umboðsmanns barna er að veita umboðsmanni ráðgjöf í málefnum líðandi stundar sem og að koma með athugasemdir um þau mál sem brenna á börnum og ungmennum hverju sinni. 

Sjá nánar

Málstofur á Barnaverndarstofu

Barnavernd Reykjavíkur, Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og Barnaverndarstofa munu á komandi hausti halda áfram með samstarf um málstofur einu sinni í mánuði.

Sjá nánar

Hvað er skólaráð?

Skylt er að starfrækja skólaráð við hvern grunnskóla og hefur það mikilvægu hlutverki að gegna sem samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólastjóri ber ábyrgð á stofnun skólaráðs og stýrir starfi þess.

Sjá nánar

Endurskoðuð handbók um ung- og smábarnavernd

Landlæknisembættið hefur gefið út handbókina Ung- og smábarnavernd - Leiðbeiningar um heilsuvernd barna 0-5 ára (endurskoðaða). Handbókin er ætluð fagfólki en er einnig mjög gagnleg fyrir foreldra ungra barna.

Sjá nánar

Breytingar á ung- og smábarnavernd

Landlæknisembættið hefur ákveðið að taka upp breytt fyrirkomulag á skoðunum í ung- og smábarnavernd. Í stað skoðana við 3½ og 5 ára aldur verða þær gerðar við 2½ og 4 ára aldur barnsins.

Sjá nánar

Útivistartíminn styttist í dag

Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum nr. 80/2002, breytast í dag. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti á almannafæri eftir  kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 – 16 ára skulu ekki vera úti eftir kl. 22, nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Sjá nánar