24. september 2009

Málstofur á Barnaverndarstofu

Barnavernd Reykjavíkur, Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og Barnaverndarstofa munu á komandi hausti halda áfram með samstarf um málstofur einu sinni í mánuði.

Barnavernd Reykjavíkur, Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og Barnaverndarstofa munu á komandi hausti halda áfram með samstarf um málstofur einu sinni í mánuði. Boðið verður upp á fyrirlestra frá málstofum sem fluttar voru á Norrænu barnaverndarráðstefnunni NBK 2009.

Vakin er athygli á breyttum dagsetningum en að þessu sinni verða málstofurnar haldnar fyrsta og/eða síðasta mánudag í mánuði, þ.e. 5. október, 2. nóvember og 30. nóvember kl. 12.15 – 13.15 hjá Barnaverndarstofu, Borgartúni 21. Fundirnir verða ekki sendir út með fjarfundarbúnaði en unnt verður að nálgast fyrirlestra á heimasíðu Barnaverndarstofu eftir að málstofum lýkur.

Fyrsta málstofa haustsins verður 5. október. Þar mun Ólöf Ásta Farestveit, fostöðumaður Barnahúss fjalla um þróun mála hjá Barnahúsi sl. ár en Barnahús fagnaði 10. ára afmæli í nóvember 2008. Málstofan verður auglýst nánar síðar, sjá www.bvs.is.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica