Fréttir: 2008 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

15. september 2008 : Athugasemdir vegna kvikmynda sem sýndar eru í kvikmyndahúsum

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna kvikmynda sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum á Íslandi. Eru þessar athugasemdir m.a. vegna kvikmynda sem að mati foreldra/forráðamanna barna eru ekki við hæfi fyrir börn í  þeim aldurshópi sem auglýst er að myndin sé ætluð.

10. september 2008 : Hönd þín skal leiða en ekki meiða! Átak gegn ofbeldi á börnum

Herferð Evrópuráðsins  - börn og ofbeldi.
Í júní sl. hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.

8. september 2008 : Athugasemdir vegna kvikmynda sem sýndar hafa verið í kvikmyndahúsum

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna kvikmynda sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum á Íslandi. Oftast eru þessar athugasemdir vegna kynningamyndbanda á öðrum kvikmyndum en þeirri sem til stendur að horfa á.

5. september 2008 : Bók um réttindi barna - Know your rights

Vigdís Þóra Másdóttir (1992) hefur skrifað bók um réttindi barna sem ber heitið Know your rights. Vigdís er fædd á Íslandi og bjó hér þar til hún flutti til Basel í Sviss með foreldrum sínum árið 2004.

3. september 2008 : Ný menntastefna - nám alla ævi

Menntaþing 12. september í Háskólabíói. Hvaða tækifæri felast í nýrri menntastefnu? Leggðu þitt fram við að móta framtíð menntunar á Íslandi. Ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda skapa nýja umgjörð um skólastarf hér á landi. Framundan er mikilvægt starf við að móta áherslur í framkvæmd nýrrar menntastefnu.

1. september 2008 : Útivistartíminn styttist í dag

Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum nr. 80/2002, breytast í dag. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti á almannafæri eftir  kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 – 16 ára skulu ekki vera úti eftir kl. 22, nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

22. ágúst 2008 : Vernd barna gegn ofbeldi

Hvers kyns ofbeldi gagnvart börnum er ólíðandi, hvort sem ofbeldið er andlegt eða líkamlegt. Það getur að mati umboðsmanns barna ekki staðist að börnum sé veitt minni vernd gegn ofbeldi en fullorðnum. Umboðsmaður barna tekur því undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 14. ágúst 2008.

20. ágúst 2008 : Að byrja í grunnskóla

Á næstu dögum má gera ráð fyrir að rúmlega fjögurþúsund börn á öllu landinu hefji  grunnskólagöngu  í fyrsta sinn.  Tilhlökkun og eftirvænting  er í huga margra barna en henni getur jafnframt fylgt ákveðin óróleiki og kvíði fyrir nýju skólaumhverfi.

18. ágúst 2008 : Börn sem virkir þátttakendur í samfélaginu

Réttur barna til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu hefur verið umdeildur og er enn. Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýjasta hefti tímaritsins „The International Journal of Children´s Rights“ (Volume 16, No. 3. 2008) en í þessu tölublaði er sérstök áhersla lögð á umfjöllun um lýðræðislega þátttöku barna.
Síða 4 af 14

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica