5. september 2008

Bók um réttindi barna - Know your rights

Vigdís Þóra Másdóttir (1992) hefur skrifað bók um réttindi barna sem ber heitið Know your rights. Vigdís er fædd á Íslandi og bjó hér þar til hún flutti til Basel í Sviss með foreldrum sínum árið 2004.

Hún er nemandi í Alþjóðaskólanum í Basel og í enda 9. bekkjar fengu nemendur sérstakt verkefni sem þeir vinna að í 9 mánuði. Verkefnið kallast á ensku “personal project” og er markmiðið að kenna nemendum sjálfstæð vinnubrögð.

Vigdís segist hafa valið sér að skrifa bók um réttindi barna því henni hefur alltaf fundist gaman og spennandi að fjalla um allskonar réttindi fólks. „Svo fékk ég þessa hugmynd að fræða börn um sín eigin réttindi með því að stytta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skrifa hann á málfari sem börn skilja. Með því að teikna líka vona ég að börn hafi meira gaman af að skoða bókina og lesa. Mér finnst mjög mikilvægt að öll börn kunni og skilji sín réttindi. Áður en ég skrifaði bókina ræddi ég við börn bæði á Íslandi og í Sviss. Sú rannsókn mín leiddi í ljós að flest börn hafa enga hugmynd um hver réttindi þeirra eru. Þess vegna fannst mér mikilvægt að skrifa þessa bók“.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica