20. ágúst 2008

Að byrja í grunnskóla

Á næstu dögum má gera ráð fyrir að rúmlega fjögurþúsund börn á öllu landinu hefji  grunnskólagöngu  í fyrsta sinn.  Tilhlökkun og eftirvænting  er í huga margra barna en henni getur jafnframt fylgt ákveðin óróleiki og kvíði fyrir nýju skólaumhverfi.

Á næstu dögum má gera ráð fyrir að rúmlega fjögurþúsund börn á öllu landinu hefji  grunnskólagöngu  í fyrsta sinn.  Tilhlökkun og eftirvænting  er í huga margra barna en henni getur jafnframt fylgt ákveðin óróleiki og kvíði fyrir nýju skólaumhverfi. Þó flest börn séu vön skólagöngu í leikskóla er umhverfi  grunnskólans nokkuð frábrugðið leikskólanum. Í grunnskóla reynir meira á sjálfstæði nemenda og því mikilvægt að foreldrar leiðbeini börnum til að þau verði betur undir það búin að takast á við nýtt umhverfi.  Mikilvægt er að foreldrar ræði við börnin um þær reglur sem gilda almennt í samskiptum innan skólans s.s. eins og að fara að fyrirmælum, koma vel fram við alla og hvert þau geti  leitað  aðstoðar. Þá er mikilvægt að fylgjast með líðan barna, sérstaklega fyrstu dagana og vikurnar í nýjum skóla, ræða við þau og sýna skólagöngu þeirra áhuga.

Áður en byrjað er í skóla er gott að kunna að:
- klæða sig úr og í föt sjálf
- reima skóna
- fara sjálf á klósettið
- fara eftir fyrirmælum
- rétta upp hönd
- hlýða bjöllunni þegar hún hringir

Velja þarf skólatösku við hæfi og varast að þær séu of stórar og þungar. Margar verslanir eru með fagfólk sem veita leiðbeiningar við val á skólatösku.

Á heimasíðu umferðarstofu er að finna ýmis ráð er varða umferðaröryggi barna á leið í og úr skóla, sjá t.d. hér. Mikilvægt er að foreldrar velji örugga gönguleið fyrir börnin áður en þau byrja í skólanum og gangi með þeim nokkra daga áður en skólinn hefst og eftir að hann byrjar.

Nú hafa tekið gildi ný lög um grunnskóla, sjá hér. Verið er að vinna texta úr grunnskólalögum sem birtur verður á næstunni á síðu umboðsmanns barna, undir liðnum Málaflokkar.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica