3. september 2008

Ný menntastefna - nám alla ævi

Menntaþing 12. september í Háskólabíói. Hvaða tækifæri felast í nýrri menntastefnu? Leggðu þitt fram við að móta framtíð menntunar á Íslandi. Ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda skapa nýja umgjörð um skólastarf hér á landi. Framundan er mikilvægt starf við að móta áherslur í framkvæmd nýrrar menntastefnu.

Menntaþing 12. september í Háskólabíói. Hvaða tækifæri felast í nýrri menntastefnu? Leggðu þitt fram við að móta framtíð menntunar á Íslandi. Ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda skapa nýja umgjörð um skólastarf hér á landi. Framundan er mikilvægt starf við að móta áherslur í framkvæmd nýrrar menntastefnu.

Menntamálaráðherra boðar til Menntaþings sem er öllum opið. Á þinginu munu innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um stefnu í menntamálum og framkvæmd hennar. Í fjölbreyttum málstofum verður m.a. fjallað um menntun kennara, framhaldsskóla framtíðarinnar og tengsl milli skólastiga. Þátttaka er ókeypis og öllum opin en óskað er eftir að þátttakendur skrái sig á vefsíðunni nymenntastefna.is. Þar er einnig að finna frekari upplýsingar um Menntaþingið og dagskrá þess.
www.nymenntastefna.is


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica