Fréttir: febrúar 2008

Fyrirsagnalisti

28. febrúar 2008 : Grunnskólanemendum fækkar frá síðasta skólaári

Hagstofa Íslands hefur sent frá sér tölur um nemendur og starfsfólk í grunnskólum í október 2007.  Þar kemur m.a. fram að grunnskólanemendum fækkar frá síðasta ári.

22. febrúar 2008 : Málþing um Olweusarverkefnið gegn einelti

Málþing um OLWEUSARVERKEFNIÐ GEGN EINELTI verður haldið í Skriðu í Kennaraháskólanum v/Stakkahlíð 29. febrúar 2008, kl. 9-16:30. 

21. febrúar 2008 : Umboðsmaður heimsækir Barnaskóla Hjallastefnunnar

Umboðsmaður barna, Margrét María, fór í gær, 20. febrúar, ásamt Eðvaldi Einari starfsmanni á skrifstofu umboðsmanns, í heimsókn til Barnaskóla Hjallastefnunnar. 

20. febrúar 2008 : Málþing um stjúpfjölskyldur

Málþingið „Hvernig má efla velferð stjúpfjölskyldna?" verður haldið á föstudaginn, 22. febrúar í Öskju HÍ frá kl. 14.00 - 18.00.

19. febrúar 2008 : ADHD ráðstefna 25. og 26. september 2008

Í tilefni af 20 ára afmæli ADHD samtakanna verður haldin ADHD ráðstefna 25. og 26. september 2008. Yfirskriftin er Tök á tilverunni. Staðan í dag og vegvísar til framtíðar. Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica.

19. febrúar 2008 : Hádegiserindi fyrir foreldra leikskólabarna 21. febrúar

Að njóta foreldrahlutverksins enn betur; gagn og gaman fyrir foreldra leikskólabarna er yfirskrift á fyrirlestri Ólafs Grétars Gunnarssonar fjölskylduráðgjafa í fyrirlestrasal VR í hádeginu fimmtudaginn 21. febrúar milli kl. 12 og 13.

14. febrúar 2008 : Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum, mál nr. 192.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum, mál nr. 192. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna í bréfi dags. 14. febrúar 2008.

14. febrúar 2008 : Frumvarp til laga um nálgunarbann, heildarlög, mál nr. 294

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um nálgunarbann, heildarlög, mál nr. 294.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 14. febrúar 2008.    

14. febrúar 2008 : Ráðstefna um foreldrafærni

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og samstarfsnefnd ráðuneyta um framkvæmd aðgerðaáætlunar í málefnum barna efna til ráðstefnu 17. mars nk. Tilgangurinn er að kynna ólíkar aðferðir til að efla foreldrafærni.
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica