28. febrúar 2008

Grunnskólanemendum fækkar frá síðasta skólaári

Hagstofa Íslands hefur sent frá sér tölur um nemendur og starfsfólk í grunnskólum í október 2007.  Þar kemur m.a. fram að grunnskólanemendum fækkar frá síðasta ári.

Hagstofa Íslands hefur sent frá sér tölur um nemendur og starfsfólk í grunnskólum í október 2007. 

Þar segir m.a:

Grunnskólanemendum fækkar frá síðasta skólaári
Nemendur í grunnskólum á Íslandi voru 43.802 haustið 2007, auk þess sem 124 börn stunduðu nám í 5 ára bekk í 5 skólum. Grunnskólanemendum hefur fækkað um 73 frá síðastliðnu skólaári eða um 0,2%. Gera má ráð fyrir að nemendum grunnskóla fækki næstu árin því þeir árgangar sem eru að hefja grunnskólanám eru fámennari en þeir árgangar sem ljúka munu grunnskólanámi. Grunnskólanemendur á Íslandi voru flestir haustið 2003, 44.809.

Fréttatilkynning, nr. 35/2008 dags. 28. febrúar,  ásamt ítarlegu talnaefni er að finna hér á heimasíðu Hagstofunnar.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica