Fréttir: febrúar 2008 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

13. febrúar 2008 : Foreldrar með geðræna erfiðleika - Málstofa mánud. 25. febrúar

Málstofa um barnavernd verður haldin í Barnaverndarstofu, Höfðaborg, mánudaginn 25. febrúar kl. 12.15 - 13.15. Yfirskriftin er „Fjölskyldubrúin“ þegar foreldrar glíma við geðræna erfiðleika,forvarnarstuðningur með áherslu á þarfir barnanna.

12. febrúar 2008 : Alþjóðlegi netöryggisdagurinn - SAFT málþing í dag

Í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum, þriðjudaginn 12. febrúar 2008, stendur SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, fyrir opnu málþingi undir yfirskriftinni “Þú ert það sem þú gerir á Netinu”.

12. febrúar 2008 : Málefni hælisleitenda

Mánudaginn 10. febrúar heimsótti umboðsmaður barna og starfsfólk hans Reykjanesbæ þar sem hann kynnti sér aðstöðu og mótttöku hælisleitenda.

8. febrúar 2008 : Rit fyrir systkini barna með sérþarfir eða alvarlega sjúkdóma

Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum hefur gefið út bókina Bræður og systur. Ráð og sögur handa systkinum barna með sérþarfir eða alvarlega sjúkdóma.

6. febrúar 2008 : Dagur leikskólans

Dagur leikskólans hefur verið ákveðinn 6. febrúar ár hvert. Leikskóladagurinn er þörf áminning til okkar allra um að kynna okkur starfsemi leikskóla og leikinn sem námsleið og markmið. Leikskóladagurinn er dagur þess fólks sem helgar börnum starf sitt, visku sína og alúð. Markmið með degi leikskólans er einnig að beina athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir menningu og þjóðarauð.
Síða 2 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica