Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

ADHD ráðstefna 25. og 26. september 2008

Í tilefni af 20 ára afmæli ADHD samtakanna verður haldin ADHD ráðstefna 25. og 26. september 2008. Yfirskriftin er Tök á tilverunni. Staðan í dag og vegvísar til framtíðar. Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica.

Sjá nánar

Ráðstefna um foreldrafærni

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og samstarfsnefnd ráðuneyta um framkvæmd aðgerðaáætlunar í málefnum barna efna til ráðstefnu 17. mars nk. Tilgangurinn er að kynna ólíkar aðferðir til að efla foreldrafærni.

Sjá nánar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn - SAFT málþing í dag

Í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum, þriðjudaginn 12. febrúar 2008, stendur SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, fyrir opnu málþingi undir yfirskriftinni “Þú ert það sem þú gerir á Netinu”.

Sjá nánar

Málefni hælisleitenda

Mánudaginn 10. febrúar heimsótti umboðsmaður barna og starfsfólk hans Reykjanesbæ þar sem hann kynnti sér aðstöðu og mótttöku hælisleitenda.

Sjá nánar

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans hefur verið ákveðinn 6. febrúar ár hvert. Leikskóladagurinn er þörf áminning til okkar allra um að kynna okkur starfsemi leikskóla og leikinn sem námsleið og markmið. Leikskóladagurinn er dagur þess fólks sem helgar börnum starf sitt, visku sína og alúð. Markmið með degi leikskólans er einnig að beina athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir menningu og þjóðarauð.

Sjá nánar