Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Góð mæting á opið hús hjá umboðsmanni barna

Í dag var opið hús hjá umboðsmanni barna þar sem gestir þáðu heitt súkkulaði og smákökur. Stór hópur barna frá leikskólanum Laufásborg sungu jólalög og nemendur úr 10. bekk Austurbæjarskóla fluttu frumsamin ljóð. Var þeim vel fagnað af gestum og kann umboðsmaður barna þeim bestu þakkir.

Sjá nánar

Opið hús hjá umboðsmanni barna

Fimmtudaginn 18. desember nk. verður opið hús hjá umboðsmanni barna frá kl. 10 - 12. Börn frá leikskólanum Laufásborg syngja jólalög og nemendur frá Austurbæjarskóla flytja frumsamin ljóð. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur.

Sjá nánar

Röddin á símsvara skrifstofu umboðsmanns barna

Umboðsmaður barna leggur ríka áherslu á að börn og fullorðnir geti ávallt haft samband við skrifstofuna. Nýlega var símakerfið endurnýjað á skrifstofunni sem og nýr símsvari sem hægt er að lesa inn á skilaboð ef skrifstofan er lokuð.

Sjá nánar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Spurningakeppni meðal grunnskólanema í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum. SAFT, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga og jákvæða notkun nets og annarra miðla, stendur í samstarfi við INSAFE, evrópska samstarfsnetið um örugga netnotkun, fyrir spurningakeppni meðal 10-15 ára nemenda í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum sem haldinn verður hátíðlegur í 50 löndum þann 10. febrúar 2009.

Sjá nánar

Neytendavernd barna

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda birta nú til umsagnar næstu þrjár vikur lokadrög leiðbeininga um aukna neytendavernd barna sem unnið hefur verið að í víðtæku samráði við hagsmunaaðila í nær þrjú ár.

Sjá nánar

Alþjóðlegur dagur fatlaðra

Í dag, 3. desember, er alþjóðlegur dagur fatlaðra. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, nánar til tekið í 23. gr., er fjallað um réttindi barna með fötlun og skyldur aðildarríkjanna til að tryggja börnum með fötlun réttindi sín án mismununar af nokkru tagi

Sjá nánar

Skólinn - Samfélagið

Samstarfshópur á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Kennarasambands Íslands og Landlæknisembættisins hefur komið saman til að ræða hvernig best megi koma til móts við kennara og annað starfsfólk skóla sem er að takast á við það alvarlega efnahagsástand sem blasir við íslenskum fjölskyldum.

Sjá nánar

Ráðstefna - að marka spor

Ráðstefnan "Að marka spor" verður haldin mánudaginn 1. desember nk. í  húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkholt, Skriðu. Það eru Félag leikskólakennara og RannUng sem standa fyrir ráðstefnunni sem er sú fyrsta sem haldin er um rannsóknir í menntunarfræðum ungra barna.

Sjá nánar

19 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Í dag, 20. nóvember, eru liðin 19 ár frá því að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn hefur verið staðfestur af öllum aðildarríkjum, að undanskildum tveimur, og er hann sá mannréttindasamningur sem hefur verið staðfestur af flestum þjóðum.

Sjá nánar

Fyrirspurn umboðsmanns barna til ÍSÍ um gjaldtöku vegna félagaskipta

Umboðsmanni barna hefur borist ábending vegna gjaldtöku sem farið er fram á að barn inni af hendi ef það ákveður að skipta um íþróttafélag í sinni keppnisgrein. Samkvæmt upplýsingum sem umboðsmanni barna hafa borist er börnum og ungmennum, sem ákveða að skipta um íþróttafélag, gert skylt að greiða sérstakt gjald vegna félagaskiptanna.

Sjá nánar

NÁUM ÁTTUM MORGUNVERÐARFUNDUR

Miðvikudaginn 19. nóvember nk. kl. 8.15 til 10.00 heldur samstarfshópurinn NÁUM ÁTTUM fræðslufund um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Grand hótel í Reykjavík.

Sjá nánar

Haustráðstefna Miðstöðvar heilsuverndar barna.

Tamur er barns vaninn - foreldrahlutverkið og foreldrafærni, er yfirskrif ráðstefnu sem Miðstöð heilsuverndar barna stendur fyrir föstudaginn 21. nóvember nk. Ráðstefnan verður haldinn á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 09.00. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um málefni barna og fjölskyldna.

Sjá nánar

Hönd þín skal leiða en ekki meiða! Átak gegn ofbeldi á börnum

Herferð Evrópuráðsins  - börn og ofbeldi.
Í júní sl. hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.

Sjá nánar

ALÞJÓÐLEGUR DAGUR GEGN OFBELDI Á BÖRNUM 20. OKTÓBER 2008

Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi s.s. líkamlegu, andlegu og kynferðislegu og gegn vanrækslu.  Börn verða fyrir margvíslegu ofbeldi á heimili sínu, í skólanum og á götum úti. Ofbeldi á börnum er jafnvel réttlætt af yfirvöldum, sem tæki til ögunar og uppeldis.

Sjá nánar

Fjölskyldan og samvera

Jákvæð samvera með fjölskyldunni skapar börnum öryggi. Þá hafa rannsóknir sýnt að jákvæð samvera foreldra og barna hefur mikið forvarnargildi fyrir börn og ungmenni.

Sjá nánar

Hugum að velferð barna

Íslendingar standa nú á miklum tímamótum sem hafa víðtæk áhrif á unga sem aldna. Mikilvægt er að huga sérstaklega að velferð barna og unglinga á þessum tímum.

Sjá nánar

Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Jafnréttisstofa, Reykjavíkurborg, Akureyrarbær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær og Mosfellsbær hafa skrifað undir samstarfssamning um þróunarverkefnið "Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum".

Sjá nánar

Allt sem viðkemur lýðheilsu barna og unglinga

Þann 2. október sl. var opnuð heimasíða UmMig.is en heimasíðan er ætluð börnum, unglingum og foreldrum þeirra. Á heimasíðunni er að finna upplýsingar um flest allt sem viðkemur líkamlegri-, andlegri-, og félagslegri heilsu barna og unglinga.

Sjá nánar

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn verður haldinn 10. október nk. og er yfirskrift dagsins að þessu sinni „Hlúðu vel að því sem þér þykir vænt um“. Verður athyglinni einkum beint að ungu fólki.

Sjá nánar

Eftirlit með kvikmyndum og tölvuleikjum

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna kvikmynda sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum, m.a. vegna þess að foreldrar/forráðamenn telja myndina ekki við hæfi fyrir börn í þeim aldurshópi sem auglýst er að myndin sé ætluð. 

Sjá nánar

Starfstími barna í leik- og grunnskólum

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna langrar viðveru barna í leik- og grunnskólum. Meðal annars hefur borist ályktun frá Kennarasambandi Íslands þar sem því er beint til umboðsmanns barna að koma á samræðum í samfélaginu um hvernig hagsmunum barna er best fyrir komið. Starfsdagur barna (skóli, vistun, tómstundir, heimanám) hafi lengst óhóflega mikið þannig að grípa þurfi til aðgerða svo þau fái notið bernsku sinnar og meiri samskipta við foreldra.

Sjá nánar

Athugasemdir vegna kvikmynda sem sýndar eru í kvikmyndahúsum

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna kvikmynda sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum á Íslandi. Eru þessar athugasemdir m.a. vegna kvikmynda sem að mati foreldra/forráðamanna barna eru ekki við hæfi fyrir börn í  þeim aldurshópi sem auglýst er að myndin sé ætluð.

Sjá nánar

Hönd þín skal leiða en ekki meiða! Átak gegn ofbeldi á börnum

Herferð Evrópuráðsins  - börn og ofbeldi.
Í júní sl. hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.

Sjá nánar

Bók um réttindi barna - Know your rights

Vigdís Þóra Másdóttir (1992) hefur skrifað bók um réttindi barna sem ber heitið Know your rights. Vigdís er fædd á Íslandi og bjó hér þar til hún flutti til Basel í Sviss með foreldrum sínum árið 2004.

Sjá nánar

Ný menntastefna - nám alla ævi

Menntaþing 12. september í Háskólabíói. Hvaða tækifæri felast í nýrri menntastefnu? Leggðu þitt fram við að móta framtíð menntunar á Íslandi. Ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda skapa nýja umgjörð um skólastarf hér á landi. Framundan er mikilvægt starf við að móta áherslur í framkvæmd nýrrar menntastefnu.

Sjá nánar

Útivistartíminn styttist í dag

Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum nr. 80/2002, breytast í dag. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti á almannafæri eftir  kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 – 16 ára skulu ekki vera úti eftir kl. 22, nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Sjá nánar

Vernd barna gegn ofbeldi

Hvers kyns ofbeldi gagnvart börnum er ólíðandi, hvort sem ofbeldið er andlegt eða líkamlegt. Það getur að mati umboðsmanns barna ekki staðist að börnum sé veitt minni vernd gegn ofbeldi en fullorðnum. Umboðsmaður barna tekur því undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 14. ágúst 2008.

Sjá nánar

Að byrja í grunnskóla

Á næstu dögum má gera ráð fyrir að rúmlega fjögurþúsund börn á öllu landinu hefji  grunnskólagöngu  í fyrsta sinn.  Tilhlökkun og eftirvænting  er í huga margra barna en henni getur jafnframt fylgt ákveðin óróleiki og kvíði fyrir nýju skólaumhverfi.

Sjá nánar

Börn sem virkir þátttakendur í samfélaginu

Réttur barna til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu hefur verið umdeildur og er enn. Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýjasta hefti tímaritsins „The International Journal of Children´s Rights“ (Volume 16, No. 3. 2008) en í þessu tölublaði er sérstök áhersla lögð á umfjöllun um lýðræðislega þátttöku barna.

Sjá nánar

Busavígslur í framhaldsskólum

Yfirleitt fara busavígslur í framhaldsskólum vel fram en í undantekningartilfellum virðast þessar innvígsluathafnir fara úr böndunum. Umboðsmaður barna hefur sent skólastjórnendum og formönnum nemendafélaga framhaldsskólanna bréf þar sem þeir eru hvattir til þess að sjá til þess að komið sé fram við nýnema af virðingu á mannsæmandi hátt og tryggt sé að öryggis þeirra sé gætt í hvívetna við busavígslur.

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð í dag e.h.

Í dag, fimmtudaginn 24. júlí verður skrifstofa umboðsmanns barna lokuð frá hádegi. Þeim sem eiga erindi við umboðsmann er bent á að skilja eftir skilaboð á símsvara (s. 552 8999) eða senda tölvupóst á netfangið ub@barn.is.

Sjá nánar

Tannlæknaþjónusta og talþjálfun fyrir börn

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur skrifað heilbrigðisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af því að ekki hafi enn verið gengið frá samningum milli Tryggingastofnunar og Tannlæknafélag Íslands annars vegar og Tryggingastofnunar og talkennara og talmeinafræðinga hins vegar um endurgreiðslu fyrir þjónustu sem þessir aðilar veita börnum.

Sjá nánar

Heilsa og lífskjör skólanema

Háskólinn á Akureyrir kynnti í gær niðurstöður úr alþjóðlegri könnun sem gerð hefur verið á heilsu og lífskjörum skólabarna á Vesturlöndum.

Sjá nánar

Næring ungbarna á 5 tungumálum

Lýðheilsustöð hefur látið þýða íslenskan texta fræðsluefnis sem snýr að næringu ungbarna á 5 tungumál. Um er að ræða bæklinginn Næring ungbarna.

Sjá nánar

Fjölskyldan í fókus - Ljósmyndasamkeppni

Föstudaginn 6. júní 2008 hleypti SAMAN-hópurinn (www.samanhopurinn.is) sumar verkefni sínu af stokkunum. Það er ,,Fjölskyldan í fókus", ljósmyndasamkeppni sem ætlað er að vekja athygli á að samverustundir með fjölskyldunni eru dýrmæt augnablik í lífi hvers og eins.

Sjá nánar

Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof

Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 voru samþykktar á Alþingi þann 29. maí sl. Breytingarnar eiga við um rétt foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. júní 2008 eða síðar. Breytingarnar tóku gildi 1. júní sl.

Sjá nánar

Ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Nú hafa verið samþykkt á Alþingi ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla ásamt nýjum lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Í Vefriti menntamálráðuneytisins, 5. júní 2008, er fjallað um þessi tímamót í menntamálum.

Sjá nánar

Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar.

Skóli án aðgreiningar er opinber menntastefna landsins sem er bundin í alþjóðasamþykktir. Þann 2.júní síðastliðinn mættu á annað hundrað manns í KHÍ á stofnfund Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar.

Sjá nánar

Bæklingur um stefnumótun í áfengismálum

Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hefur gefið út bækling sem fjallar um stefnumótun í áfengismálum. Þar eru þjóðir hvattar til að móta sér stefnu í áfengismálum og bent er á aðgerðir sem sannreynt þykir að skili árangri til að draga úr skaðlegri neyslu áfengis.

Sjá nánar

Hringborð um neytendavernd barna

Í dag, þriðjudaginn 27. maí, stóðu umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fyrir hringborðsumræðum um neytendavernd barna. Á fundinn mættu um 50 manns frá hagsmunaaðilum, félagasamtökum og ýmsum stofnunum.

Sjá nánar

Merki og stef Dags barnsins

Í gær, sunnudaginn 25. maí, var Dagur barnsins haldinn hátíðlegur með ýmsu móti um allt land. Í ráðhúsi Reykjavíkur fór fram verðlaunaathöfn þar sem vinningshöfum í samkeppni um merki og stef Dags barnsins voru veitt verðlaun.

Sjá nánar

Útgáfa veggspjalda um Barnasáttmálann

Í dag, föstudaginn 23. maí, kynntu umboðsmaður barna, UNICEF á Íslandi, Barnaheill og Námsgagnastofnun ný veggspjöld með ákvæðum Barnasáttmálans við hátíðlega athöfn í Laugarnesskóla. 

Sjá nánar

Fyrirlestur um yngstu leikskólabörnin á vegum RannUng

Föstudaginn 23. maí kl. 14:30 mun Ingrid Engdahl lektor við Stokkhólmsháskóla halda fyrirlestur um sýn yngstu leikskólabarnanna á líf sitt í leikskólanum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og kallast: In the children’s voice. One-year-olds “tell” about their preschool.

Sjá nánar

Aukin neytendavernd barna í burðarliðnum

Hagsmunaaðilar koma sér saman um leiðbeinandi reglur sem ætlað er að vernda börn fyrir markaðssókn. Reglurnar taka til almennrar markaðssóknar og munu umboðsmaður barna, talsmaður neytenda og aðrir hagsmunaaðilar gæta þess að leiðbeiningunum sé fylgt.

Sjá nánar

Skólaganga barna í fóstri - Skýrsla

Umboðsmaður barna hefur tekið saman skýrslu um skólagöngu barna sem eru í fóstri utan lögheimilissveitarfélags. Skýrslan gefur til kynna að börn í tímabundnu fóstri njóti ekki sama réttar til skólagöngu og önnur börn.

Sjá nánar

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra verða nú afhent í 13. sinn. Af því tilefni býður Heimili og skóli til móttöku á 2. hæð Þjóðmenningarhúss við Hverfisgötu, fimmtudaginn 15. maí kl. 16:00.

Sjá nánar

Háskóli unga fólksins

Dagana 9.–13. júní breytist Háskóli Íslands í Háskóla unga fólksins. Þá gefst vísindamönnum framtíðarinnar (f. 1992-96) kostur á því að sækja fjölda stuttra námskeiða og kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands.

Sjá nánar

Dagurbarnsins.is - Keppnir um hönnun og stef

Degi barnsins 25. maí hefur verið valin yfirskriftin: Gleði og samvera. Opnuð hefur verið vefsíðan þar sem viðburðir sem tengjast deginum verða auglýstir. Á vefsíðunni er greint frá því að nú hefur verið hleypt af stokkunum tveimur keppnum sem íslensk börn geta tekið þátt í og tengjast annars vegar hönnun á merki fyrir dag barnsins og hins vegar tillögur að einkennisstefi fyrir daginn.

Sjá nánar

Námsstefna um útinám og skólastarf

Kennaraháskóla Íslands stendur fyrir námsstefnunni Að læra úti. Útinám og skólastarf í samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Farskólann - miðstöð símenntunnar, Hólaskóla - háskólann á Hólum og grunn- og leikskóla í Skagafirði.  Námsstefnan fer fram fimmtudaginn 15. maí 2008, kl. 14.00-18.00
í sal Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.

Sjá nánar

Persónuupplýsingar um börn

Á heimasíðu Persónuverndar segir í frétt dags. 28. apríl frá því að hinn 18. febrúar sl. hafi hinn sk. „29. gr. starfshópur" samþykkt vinnuskjal um vernd persónuupplýsinga um börn. Hópurinn sinnir ráðgjafarhlutverki um persónuverndarmálefni í Evrópusambandinu og á m.a. að stuðla að samræmi í framkvæmd persónuverndarlöggjafar í Evrópu.

Sjá nánar

Skuldajöfnun barnabóta

Umboðsmaður barna hefur ritað fjármálaráðuneytinu bréf þar sem hann bendir á að hann telji eðlilegra að barnabætur séu hluti af félagslega kerfinu og tryggi þannig fjölskyldum þann stuðning sem þeim er ætlaður frekar en þær séu hluti af skattkerfinu.

Sjá nánar

Talnaefni um börn í leikskólum

Hagstofa Íslands hefur sent frá sér tölur um nemendur og starfsfólk í leikskólum í desember 2007. Börn í leikskólum hafa aldrei verið fleiri. Viðvera barna lengist stöðugt og viðvera drengja er lengri en stúlkna.

Sjá nánar

Ný bók um einhverfu

Út er komin Bókin um einhverfu. Spurt og svarað. Útgefendur eru Græna húsið, útgáfan okkar og Umsjónarfélag einhverfra. Bókin er skrifuð með það í huga að vera hjálpartæki fyrir foreldra, vini og vandamenn, kennara og alla aðra sem telja sig þurfa að fá infalda fræðslu um einhverfu og stuðning af almennum upplýsingum á persónulegum grunni.

Sjá nánar

Reykjavíkurráð ungmenna fundar með borgarstjórn

Fulltrúar úr Reykjavíkurráði ungmenna lögðu í gær, 22. apríl 2008, fram tillögur sínar á árlegum fundi með borgarstjórn. Tillögur ungmennanna voru m.a: að reisa styttu af Vigdísi Finnbogadóttur, bætt tungumálakennsla fyrir innflytjendur, betri aðstaða við Hljómskálagarð, úrbætur vegna manneklu í leikskólum, fleiri „leyfisveggi" fyrir veggjakrot/list og síðast en ekki síst aukið vægi ungmennaráða.

Sjá nánar

Málstofa um barnavernd 28. apríl

Málstofa um barnavernd verður haldin í Barnaverndarstofu, Höfðaborg, mánudaginn 28. apríl 2008 kl. 12:15 - 13:15. Þrír nemendur í starfsréttindanámi í félagsráðgjöf munu kynna rannsóknir sem þeir hafa verið að vinna í starfsþjálfun.

Sjá nánar

Forvarnadagur framhaldsskólanna í dag

Í dag, 9. apríl, er í fyrsta sinn staðið fyrir sameiginlegum forvarnadegi framhaldsskólanna. Þetta er gert að frumkvæði forvarnanefndar SÍF (Sambands íslenskra framhaldsskólanema).

Sjá nánar

Rödd barnsins - Ráðstefna

Ráðstefnan Rödd barnsins verður haldin í Borgarleikhúsinu 18. apríl og stendur hún frá kl. 8:15 til kl. 18:00. Fyrirlesarar munu fjalla um leiðir til að nálgast sýn og viðhorf barna til leikskólastarfs og umhverfis í leikskólanum.

Sjá nánar

Opin málþing um Netið um allt land

SAFT stendur fyrir opnum málþingum um allt land í apríl og maí. Markmið málþingsins er að draga annars vegar fram sýn nemenda og hins vegar foreldra og kennara á helstu kostum og göllum Netsins.

Sjá nánar

Aðgengi barna að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni

Embætti umboðsmanns barna barst í febrúar ábending vegna aðgengis barna yngri en 18 ára að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Á heimasíðu safnsins og á skilti við inngang segir að safnið sé opið öllum 18 ára og eldri en í húsreglum safnsins segir að þeir sem eru yngri en 18 ára hafi aðgang í fylgd foreldris, umsjónarmanns eða kennara.

Sjá nánar

Afmælisrit Einstakra barna

Félagið Einstök börn hefur gefið út 10 ára afmælisrit. Félagið styður við börn sem þjást af alvarlegum og sjaldgæfum sjúkdómum og aðstandendur þeirra.

Sjá nánar

Ráðstefna um eflingu foreldrahæfni

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og samstarfsnefnd ráðuneyta um framkvæmd aðgerðaáætlunar í málefnum barna efna til ráðstefnu 17. mars næstkomandi. Tilgangurinn er að kynna ólíkar aðferðir til að efla foreldrafærni.

Sjá nánar

Vörur sem auglýstar eru fyrir fermingarbörn

Að  gefnu tilefni vill umboðsmaður barna benda á að þegar vörur eru auglýstar fyrir fermingarbörn eða sem fermingargjafir er mikilvægt að huga að því hvort varan og fylgihlutir með henni teljist almennt hæfa aldri fermingarbarna.

Sjá nánar

Hugsað um barn - Námskeið

Námskeiðið HUGSAÐ UM BARN fer fram í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði fimmtudagkvöldið 6. mars og þriðjudagskvöldið 11. mars frá kl. 20:00 – 22:00.

Sjá nánar

ADHD ráðstefna 25. og 26. september 2008

Í tilefni af 20 ára afmæli ADHD samtakanna verður haldin ADHD ráðstefna 25. og 26. september 2008. Yfirskriftin er Tök á tilverunni. Staðan í dag og vegvísar til framtíðar. Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica.

Sjá nánar

Ráðstefna um foreldrafærni

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og samstarfsnefnd ráðuneyta um framkvæmd aðgerðaáætlunar í málefnum barna efna til ráðstefnu 17. mars nk. Tilgangurinn er að kynna ólíkar aðferðir til að efla foreldrafærni.

Sjá nánar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn - SAFT málþing í dag

Í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum, þriðjudaginn 12. febrúar 2008, stendur SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, fyrir opnu málþingi undir yfirskriftinni “Þú ert það sem þú gerir á Netinu”.

Sjá nánar

Málefni hælisleitenda

Mánudaginn 10. febrúar heimsótti umboðsmaður barna og starfsfólk hans Reykjanesbæ þar sem hann kynnti sér aðstöðu og mótttöku hælisleitenda.

Sjá nánar

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans hefur verið ákveðinn 6. febrúar ár hvert. Leikskóladagurinn er þörf áminning til okkar allra um að kynna okkur starfsemi leikskóla og leikinn sem námsleið og markmið. Leikskóladagurinn er dagur þess fólks sem helgar börnum starf sitt, visku sína og alúð. Markmið með degi leikskólans er einnig að beina athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir menningu og þjóðarauð.

Sjá nánar

Málstofur RBF á vorönn

Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og félagsráðgjafarskorar Háskóla Íslands kynna eftirtaldar málstofur sem verða á vorönn 2008. Þema vorsins er: Börn og breytingar í fjölskyldum - forvarnir

Sjá nánar

Systkini barna með sérþarfir - Málþing Sjónarhóls

Málþing Sjónarhóls verður haldið þann 7. febrúar n.k. og verður efni málþingsins að þessu sinni “Systkini barna með sérþarfir”. Málþingið er haldið í Gullhömrum, Grafarholti frá kl. 8.30 til 12.30. Á málþinginu er fjallað um upplifun og aðstæður systkina barna með sérþarfir. Erindi flytja systkini og aðrir aðstandendur barna með sérþarfir auk fagfólks.

Sjá nánar

Samstarf í barnavernd - Málstofa BVS

Næsta málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 28. janúar kl. 12.15 - 13.15 í Barnaverndarstofu í Höfðaborg. Yfirskriftin er „Samstarf í barnavernd" og fyrirlesari er Anni G. Haugen, félagsráðgjafi og lektor við félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands

Sjá nánar