3. desember 2008

Skólinn - Samfélagið

Samstarfshópur á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Kennarasambands Íslands og Landlæknisembættisins hefur komið saman til að ræða hvernig best megi koma til móts við kennara og annað starfsfólk skóla sem er að takast á við það alvarlega efnahagsástand sem blasir við íslenskum fjölskyldum.

Samstarfshópur á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Kennarasambands Íslands og Landlæknisembættisins hefur komið saman til að ræða hvernig best megi koma til móts við kennara og annað starfsfólk skóla sem er að takast á við það alvarlega efnahagsástand sem blasir við íslenskum fjölskyldum. Ljóst er að vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkja mun starfsfólk skóla þurfa að takast á við annarskonar erfiðleika nemenda en áður hefur þekkst. Mikilvægt er að starfsfólk í skólum landsins geti brugðist við þessu erfiða verkefni á uppbyggilegan hátt, svo nemendur sem líður illa vegna ástandsins finni fyrir því að í skólanum sé öruggt og staðfast umhverfi. Til að efla kennara og starfsfólks skóla enn frekar til að glíma við þessar aðstæður þá hefur hópurinn ákveðið að standa fyrir margskonar fræðslu.

Fyrsta verkefnið er að efna til opins fundar fyrir kennara og starfsfólk skóla þar sem fjallað verður um samfélagsaðstæður, ástæður þeirra og hlutverk skólanna. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica