11. desember 2008

Röddin á símsvara skrifstofu umboðsmanns barna

Umboðsmaður barna leggur ríka áherslu á að börn og fullorðnir geti ávallt haft samband við skrifstofuna. Nýlega var símakerfið endurnýjað á skrifstofunni sem og nýr símsvari sem hægt er að lesa inn á skilaboð ef skrifstofan er lokuð.

Umboðsmaður barna leggur ríka áherslu á að börn og fullorðnir geti ávallt haft samband við skrifstofuna. Nýlega var símakerfið endurnýjað á skrifstofunni sem og nýr símsvari sem hægt er að lesa inn á skilaboð ef skrifstofan er lokuð. Ef lesin eru skilboð í talhólfið og upplýst um nafn og símanúmer höfum við samband eins fljótt og kostur er.

Ef skrifstofan er lokuð eða allar línur uppteknar svarar hann Smári og gefur upplýsingar meðal annars um hvenær má lesa inn á talhólfið. Smári sem er alveg að verða 7 ára er mikill lestrarhestur og því lítið mál fyrir hann að lesa inn á símsvarann. Jafnvel þó svo að hann hafi verið nýbúinn að missa tönn.

Umboðsmaður barna þakkar Smára kærlega fyrir aðstoðina.


Smári

                                                                                                                                                                                     


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica