15. desember 2008

Umboðsmaður barna heimsækir leikskóla

Í desember hefur umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, heimsótt nokkra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu ásamt starfsmanni embættisins, Eðvaldi Einari Stefánssyni.

Í desember hefur umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, heimsótt nokkra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu ásamt starfsmanni embættisins, Eðvaldi Einari Stefánssyni. Í heimsóknum sínum hafa þau kynnt verkefni umboðsmanns barna „Hvernig er að vera barn á Íslandi?“ Verkefnið hófst í haust og hafa á þriðja tug grunnskóla, víðsvegar um landið, tilkynnt þátttöku í verkefninu. Viðbrögð leikskóla sem umboðsmaður barna hefur heimsótt hafa verið mjög jákvæð og margir þeirra ætla að taka þátt. Rétt er að vekja athygli á því að enn er hægt að taka þátt í verkefninu „Hvernig er að vera barn á Íslandi?“ 

Heimsóknir umboðsmanns barna í leikskólana hafa verið ánægjulegar og verið sérlega áhugavert að kynnast því fjölbreytta og metnaðarfulla starfi sem unnið er í leikskólunum. Umboðsmaður barna þakkar kærlega fyrir góðar móttökur.  


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica