Fréttir: 2007 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

21. nóvember 2007 : Frumvarp til laga um íslenska táknmálið sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra, mál nr. 12.

Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um íslenska táknmálið sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra, mál  nr. 12. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 21. nóvember 2007.

21. nóvember 2007 : Frumvarp til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks, mál nr. 6.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks, mál nr. 6.   Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 21. nóvember 2007.

21. nóvember 2007 : Tillaga til þingsályktunar um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 182/1992, mál nr. 7.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 182/1992, mál nr. 7.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 21. nóvember 2007.

21. nóvember 2007 : Forvarnardagurinn er í dag

Miðvikudaginn 21. nóvember er Forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Þá verða kynnt nokkur heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Athygli foreldra unglinganna verður einnig vakin á þessum ráðum sem og allra fjölskyldna í landinu.

20. nóvember 2007 : Árleg viðurkenning Barnaheilla veitt þremur leikstjórum

Barnaheill veita árlega viðurkenningu til einstaklinga eða stofnana fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Viðurkenningin var veitt í gær, á afmælisdegi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 20. nóvember.

19. nóvember 2007 : Nýtt rit um Barnasáttmálann

Út er komið íslenskt rit um Barnasáttmálann. Það er UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, sem gefur ritið út og er ritstjóri þess Þórhildur Líndal, fyrrverandi umboðsmaður barna. Ritið nefnist Barnasáttmálinn – Rit um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins með vísun í íslenskt lagaumhverfi og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

19. nóvember 2007 : Barnasáttmálinn 18 ára - Málþing

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verður 18 ára á morgun, þriðjudaginn 20. nóvember. Af því tilefni mun Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF, efna til málþings í Norræna húsinu á afmælisdaginn frá kl. 14.00 til 16.30.

15. nóvember 2007 : Greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna

Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

15. nóvember 2007 : Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar

Út er komin skýrslan Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar: Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk árið 2007 sem Rannsóknir og greining vann fyrir menntamálaráðuneytið.

Síða 3 af 15

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica