Fréttir
Eldri fréttir: 2007 (Síða 15)
Fyrirsagnalisti
Ungt fólk 2006 - kynningarfundur á morgun
Menntamálaráðuneytið boðar til kynningarfundar fimmtudaginn 25. janúar n.k. kl. 13:30 í félagsheimili KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Rvk. Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2006. Rannsóknin var lögð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í öllum grunnskólum landsins á síðasta ári.
Bætt samskipti á Netinu - auglýsingaherferð
Bætt samskipti á Netinu er megininntak auglýsingaherferðar sem hafin er í prentmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. AUGA, góðgerðasjóður auglýsenda, auglýsingastofa og fjölmiðla tekur að þessu sinni höndum saman við SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun.
Endurskoða þarf 14. gr. útvarpslaga um vernd barna
Umboðsmaður barna, Ingibjörg Rafnar, hefur sent menntamálanefnd Alþingis bréf þar sem hún bendir á að taka þurfi til endurskoðunar 14. gr. útvarpslaga nr. 53/2000 um vernd barna gegn óheimilu efni.
Árleg skýrsla UNICEF komin út
Út er komin hin árlega skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, The State of World Children 2007. Að þessu sinni fjallar skýrslan um mismunun og áhrifaleysi kvenna og bendir á það hvað þarf að gera til að útrýma kynjamisrétti og auka áhrif kvenna og barna.
Breytingar á grunnskólalögum
Hinn 1. janúar 2007 tóku gildi lög nr. 98/2006, sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2006, um breytingu á grunnskólalögum nr. 66/1995, með síðari breytingum.
Bæklingur um forsjá
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýjum bæklingi um forsjá sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út.
Síða 15 af 15
- Fyrri síða
- Næsta síða