5. janúar 2007

Breytingar á grunnskólalögum

Hinn 1. janúar 2007 tóku gildi lög nr. 98/2006, sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2006, um breytingu á grunnskólalögum nr. 66/1995, með síðari breytingum.

Hinn 1. janúar 2007 tóku gildi lög nr. 98/2006, sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2006, um breytingu á grunnskólalögum nr. 66/1995, með síðari breytingum. 

Umboðsmaður barna vill sérstaklega vekja athygli á þessum breytingum á grunnskólalögum:

  • Skerpt er á lögbundnum umsagnarrétti foreldraráða þannig að hann nái til fyrirhugaðra meiriháttar breytinga á skólahaldi og starfsemi skóla (16. gr).
  • Sérstök áhersla er lögð á aukinn þátt nemenda í skólastarfinu með því að lögbinda að við hvern grunnskóla skuli starfa nemendaráð og er því ætlað aukið hlutverk (17. gr.).
  • Lögfest eru ákvæði sem snúa að námsumhverfi nemenda, öryggi og vellíðan þeirra í skólastarfi (18., 20.  og 35. gr.).
  • Málsmeðferðarreglur eru gerðar skýrari, auk þess sem orðalagi í nokkrum greinum er breytt eða það gert skýrara (6. og 41. gr.).

Auk þess taka breytingarnar m.a.  til stofnunar einkarekinna grunnskóla, kennslutíma, undanþága og námsmats.

Sjá nánar: lög um grunnskóla nr. 66/1995 með óorðnum breytingum.
Sjá einnig: lög nr. 98/2006 um breytingu á lögum nr. 66/1995 um grunnskóla.

Nú stendur yfir í menntamálaráðuneytinu heildarendurskoðun á grunnskólalögum.  Nefndin sem vinnur að endurskoðuninni hefur haft víðtækt samstarf við hagsmunaaðila og á að skila tillögum að frumvarpi í upphafi árs 2007.  Hér er minnisblað umboðsmanns barna sem afhent var nefndinni á fundi í maí 2006.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica