24. janúar 2007

Ungt fólk 2006 - kynningarfundur á morgun

Menntamálaráðuneytið boðar til kynningarfundar fimmtudaginn 25. janúar n.k. kl. 13:30 í félagsheimili KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Rvk.  Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2006.  Rannsóknin var lögð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í öllum grunnskólum landsins á síðasta ári.

Menntamálaráðuneyti boðar til kynningarfundar, fimmtudaginn 25. janúar n.k. þar sem starfsfólk Rannsóknar og greiningar þau Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson félagsfræðingur og Jón Sigfússon framkvæmastjóri  munu kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar „Ungt fólk 2006“ er við kemur menntun, menningu, tómstundum, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna. Rannsóknin var lögð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í öllum grunnskólum landsins á síðasta ári.

Kynningarfundurinn verður haldinn í félagsheimili KFUM og KFUK, Holtavegi 28, Reykjavík og hefst hann kl. 13:30. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki eigi síður en 16:00.

Sjá nánar í fréttatilklynningu nr. 3887 frá menntamálaráðuneytinu 23.01.2007   


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica