Fréttir
Eldri fréttir: 2007 (Síða 14)
Fyrirsagnalisti
Velferð barna í OECD löndunum - Skýrsla UNICEF
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur gefið út áhugaverða skýrslu um velferð barna og ungmenna í þeim löndum sem eru efnahagslega best sett í heiminum.
Foreldraorlof – réttur foreldra á vinnumarkaði
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á því að foreldrar sem eru starfsmenn eða sjálfstætt starfandi á innlendum vinnumarkaði eiga rétt á að taka sér launalaust foreldraorlof í 13 vikur til að annast barn sitt.
Ungt fólk 2006
Rannsóknina Ungt fólk 2006 - Menntun, menning, tómstundir og íþróttaiðkun ungmenna á Íslandi er nú hægt að nálgast í útgáfuskrá á vefsíðu menntamálaráðuneytisins.
Tannheilsa barna og unglinga - Rannsóknarniðurstöður
Íslensk börn og ungmenni standa verr að vígi í tannverndarmálum en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum.
Vísindi handa fjölskyldum
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á fimm námskeiðum um vísindi sem ætluð eru börnum 10-14 ára og fjölskyldum þeirra.
Er Veraldarvefurinn völundarhús? - Ráðstefna
SAFT, Síminn, Microsoft, SMÁÍS og Samtónn boða til ráðstefnu um skynsama notkun og örugg samskipti á Netinu á Alþjóðlega netöryggisdaginn þann 6. febrúar nk.
21% leikskóla framfylgir ekki aðalnámskrá
Í nýrri könnun menntamálaráðuneytisins kemur fram að 21% leikskóla hefur ekki opinbera uppeldisstefnu, 21% hefur ekki mótað eigin skólanámskrá og um 7% leikskóla hafa hvorki opinbera uppeldisstefnu né eigin skólanámskrá
Skólaganga barna með sérþarfir - Málþing Sjónarhóls
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi Sjónarhóls fimmtudaginn 8. febrúar 2007, kl. 13 – 16.30: Hver ræður för? Virðing og samvinna í þjónustu við fjölskyldur barna með sérþarfir. Skólaganga barna með sérþarfir
Umboðsmaður leigir listaverk eftir börn
Föstudaginn 26. janúar kl. 15 munu Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna og Elísabet Þórisdóttir, framkvæmastjóri menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs undirrita fyrsta formlega samninginn um leigu á listaverkum sem börn hafa unnið í listasmiðjunni Gagn og gaman í Gerðubergi.
Síða 14 af 15